Hugmyndir að fermingargjöfum

Hér eru nokkrar hugmyndir af fermingargjöfum sem við mælum með og teljum henta vel í pakkann.

 Lítill og flottur prentari sem getur prentað myndir beint úr farsímanum. Prentarinn getur líka prentað myndir í Augmented Reality: Ef þú beinir símanum að myndinni fer hún á hreyfingu!

Margmiðlunarspilari hannaður til að breyta venjulegu sjónvarpi í snjallsjónvarp. Fullt af innbyggðum forritum á borð við Netflix, Youtube og margt fleira. Frábær gjöf í unglingaherbergið!

Stílhrein og flott þráðlaus heyrnartól í tveimur litum. Löng rafhlöðuending og frábær hljómur. Frábær gjöf fyrir fermingarbörn sem hlusta mikið á tónlist.

Einstaklega flott snjallklukka með skjá. Inniheldur Google Assistant stuðning sem gerir þér kleift að stýra öðrum snjalltækjum með raddskipunum. Flott gjöf fyrir unglingana sem eiga erfitt með að vakna á morgnana!

Stílhreint og flott snjallúr sem er hlaðið fítusum. Stuðningur við Spotify, tilkynningar úr síma og Amazon Alexa raddstýring. Mælir t.d. ýmsar æfingar, hjartslátt og svefn. 

Frábært snjallúr stútfullt af fítusum. Spotify stuðningur, tilkynningar úr síma og Amazon Alexa raddstýring. Allt að 35 daga rafhlöðuending. 

Öflugt rafhlaupahjól með allt að 30km drægni. 3 hraðastillingar fyrir mismunandi aðstæður. Hægt er að festa við hjólið ýmsa aukahluti á borð við símahaldara, tösku og margt fleira. Frábær gjöf fyrir sumarið!

Android snjallsími með öflugu myndavélakerfi. Bjartur og flottur skjár svo auðvelt er að horfa á Youtube myndbönd í símanum. Löng rafhlöðuending og hröð hleðsla. 

Mjög góður leikjaskjár fyrir tölvuleikjaspilarana! Hærri upplausn en gengur og gerist, mjög gott birtustig og hröð endurnýjunartíðni. Hentar vel fyrir Fortnite, Rocket League eða aðra hraða tölvuleiki.

Snjallsjónvarp með Android stýrikerfi. Styður allar helstu streymisveiturnar á borð við Netflix og Youtube. Hátt birtustig, hreyfingar skýrar og góðar og hentar því einnig leikjaspilun. Frábær gjöf í unglingaherbergið!