Laus störf

Hér birtast störf sem laus eru hverju sinni hjá Mi. Það er alltaf hægt að senda inn almenna umsókn. 

Sölustjóri fyrirtækjasviðs 

Xiaomi á Íslandi leitar að hressum, metnaðarfullum og söludrifnum starfsmanni í framtíðarstarf á sviði fyrirtækjaþjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Samskipti, sala og almenn þjónusta til viðskiptavina
 • Sækja nýja viðskiptavini
 • Skipuleggja söluferðir og vörukynningar
 • Taka á móti pöntunum og koma þeim í ferli
 • Annast útreikninga vegna samninga og tilboðsgerðar til viðskiptavina
 
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Framúrskarandi sölumennska
 • Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Þekking á raftækjum og áhugi á tækninýjungum
 • Gott skipulag

 

Starfsmaður í verslun – sumarstarf

Xiaomi á Íslandi leitar að hressum, metnaðarfullum og söludrifnum starfsmanni í sumarstarf í verslun. Starfsstöð er í Ármúla 21 og vinnutími er alla virka daga frá 10:00 – 18:00.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Afgreiða og þjónusta viðskiptavini í verslun
 • Svara síma, tölvupóstum og samfélagsmiðlum
 • Afgreiða pantanir úr vefverslun
 
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Framúrskarandi sölumennska
 • Reynsla af sölustarfi æskileg
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Þekking á raftækjum og áhugi á tækninýjungum
 • Gott vald á íslenskri og enskri tungu, bæði í skrifuðu- og töluðu máli
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Gott skipulag

Verkstæði og lager

Xiaomi á Íslandi leitar að hressum og metnaðarfullum starfsmanni í fullt starf á verkstæði ásamt tilfallandi verkefnum á lager. Starfsstöð er í Ármúla 21 og vinnutími er alla virka daga frá 9:00 – 18:00.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Afgreiða og þjónusta viðskiptavini
 • Viðgerðir og þjónusta á búnaði
 • Standsetning á nýjum búnaði
 • Taka á móti sendingum á lager
 • Afgreiða sendingar af lager
 • Halda verkstæði og lager snyrtilegu
 • Önnur tilfallandi verkefni

 

Menntunar- og hæfniskröfur
 • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og lausnamiðuð hugsun
 • Reynsla úr sambærilegu starfi æskileg
 • Þekking og áhugi á raftækjum
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Gott skipulag

Verkstæði og lager – Sumarstarf

Xiaomi á Íslandi leitar að hressum og metnaðarfullum starfsmanni í fullt starf á verkstæði ásamt tilfallandi verkefnum á lager. Starfsstöð er í Ármúla 21 og vinnutími er alla virka daga frá 9:00 – 18:00.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Afgreiða og þjónusta viðskiptavini
 • Viðgerðir og þjónusta á búnaði
 • Standsetning á nýjum búnaði
 • Taka á móti sendingum á lager
 • Afgreiða sendingar af lager
 • Halda verkstæði og lager snyrtilegu
 • Önnur tilfallandi verkefni

 

Menntunar- og hæfniskröfur
 • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og lausnamiðuð hugsun
 • Reynsla úr sambærilegu starfi æskileg
 • Þekking og áhugi á raftækjum
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Gott skipulag

Almenn umsókn

Hefur þú áhuga á að starfa sem partur af öflugu og metnaðarfullu teymi Mi? Við erum alltaf að leita að næsta framúrskarandi liðsfélaga til að bæta í hópinn.