70Mai Car Tire Air Pump Lite

9.990 kr.

Á lager

Vörunúmer: a1147 Flokkar: , Brand:

Kemst með þér hvert sem er

Öflug lítil pumpa fyrir bílinn sem kemst fyrir í hanskahólfinu!

Innbyggður örgjörvi pumpunar gerir það að verkum að hún metur, í rauntíma, loftþrýsting dekksins og kemur í veg fyrir að dæla of miklu lofti og sprengja því dekkið. Þegar þú hefur sett inn það magn af lofti sem þú vilt setja í dekkið hverju sinni, sem dæmi 32 PSI, þá skynjar örgjörvinn það og hættir að dæla lofti um leið.

Innbyggður þrýstimælir

70Mai Car Tire Air Pump Lite nýtist ekki bara til að dæla lofti í dekkin heldur einnig til að athuga þrýstinginn. Þegar þú skrúfar slönguna á ventil bílsins þá er sú tala sem kemur upp á skjáinn núverandi loftþrýstingur dekksins.

Minni hávaði

Hávaði pumpunar fer ekki yfir 78,9 dB svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að vekja hverfið í hvert skipti sem þú dælir lofti í dekkin.

Engin tæknilýsing skráð