Lýsing
Styrkleiki og áreiðanleiki
Styrkleiki og áreiðanleiki eru sérstaklega mikilvægir eiginleikar fyrir snjallúr. Amazfit T-Rex Pro stóðst 15 her vottanir í sérstökum gæðaflokki. Það tryggir traustleika og gott viðnám við hörðu umhverfi. Þú getur tekið Amazfit T-Rex Pro með þér hvert sem er!
Allt þetta gerir það að verkum að Amazfit T-Rex Pro er eitt sterkbyggðasta snjallúr sem völ er á í dag. Úrið er ekki bara sterkbyggt heldur líka flott og er ómissandi förunautur í alla útivist og hreyfingu. Úrið hentar líka vel fyrir þá sem vinna mikið með höndunum en vilja hafa snjallúr á hendinni, þar sem það er ótrúlega sterkbyggt þá þarf sá hinn sami ekki að hafa áhyggjur af því að það skemmist.
Þú veist að þér er óhætt að taka T-Rex Pro með þér í öll ævintýri því úrið skartar frábærri rafhlöðu sem endist í allt að 20 daga í venjulegri notkun og allt að 66 daga í Basic Watch Mode!
Frábær skjár fyrir allskonar ævintýri
Amazfit T-Rex Pro er með bjartan og nákvæman 1.3″ AMOLED lita skjá sem bíður upp á Always on eiginleika sem gerir notendanum kleift að einfaldlega lyfta úlnliðnum til að fá allar helstu tilkynningar, án þess að kveikja á skjánum. Þess má geta að Always on reynir meira á rafhlöðu úrsins.
Hjartsláttarmæling allan sólarhringinn
Úrið er búið BioTracker2™ sem mælir með mikilli nákvæmni hjartslátt 24 klst sólarhringsins. Úrið minnir þig líka reglulega á að standa upp yfir daginn sem ætti að hjálpa þér að lifa heilsusamlegum lífstíl og móta með þér heilbrigða siði til að verða besta útgáfan af sjálfum þér.
Amazfit T-Rex Pro er frábært snjallúr sem hentar vel fyrir alla en þó sérstaklega fyrir nútíma ævintýramanninn og er hinn fullkomni förunautur í fjallgöngur um fallega landið okkar. Ekki láta þennan frábæra grip fram hjá þér fara!