Lýsing
Lykillinn að góðu snjallheimili
Til þess að virkilega snjallvæði heimilið er mikilvægt að eiga góða stjórnstöð (e. hub). Aqara M2 stjórnstöðin er ein sú fullkomnasta sem völ er á í dag.
Aqara Hub M2 notast við Zigbee 3.0 og getur þar að leiðandi tengst allt að 128 tækjum. Einnig er innbyggt RJ-45 internet tengi á stjórnstöðinni ásamt innbyggðum hátalara.
Aqara M2 stjórnstöðin er með innbyggðum hátalara
sem nýtist á marga vegu:
Möguleikarnir eru endalausir
Aqara Hub M2 tengir Aqara skynjara- og snjalltækin þín við flest snjallheimiliskerfin: Apple Homekit, Google Home og fleiri. Einnig tengir M2 þig við Google Assistant, Siri og Amazon Alexa.

Tengi fyrir öll tilefni

Ethernet RJ-45 tengi
Ásamt Wi-Fi, þá styður Aqara Hub M2 líka við beintengingu í gegnum RJ-45 tengi, fyrir aukin stöðugleika.
Dual Wi-Fi loftnet
Til að tryggja bestu mögulegu tengingu þá kemur Aqara Hub M2 með öflugu 2×2 MIMO Wi-fi loftneti.
Micro-USB tengi stjórnstöðvarinnar tryggir það að þú getur notast við hvaða snúru og hleðslukubb sem er, svo lengi sem kubburinn sé allavega 5V A1.