Lýsing
Dreame H11 Wet and Dry Vacuum
Ryksugu- og skúringarvél djúphreinsar gólfin í einni yfirferð

Túrbó stilling
Kröftug þrif

30 mín
rafhlöðuending

870ml
hreint vatn

490ml
óhreint vatn
Ryksugar og skúrar
Dreame H11 ryksugu- og skúringarvélin ryksugar og skúrar gólfin á sama tíma, eins og nafnið gefur til kynna. Burstinn snýst allt að 560 sinnum á hverri mínútu og skilur gólfin eftir tandurhrein.

Vinnur á öllum óhreinindum
Dreame H11 vinnur á öllum óhreinindum. Hvort sem það er Cheerios eða kokteilsósa sem helltist niður þá er Dreame H11 tilbúin að takast á við það.
Djúphreinsun fyrir allt að 160 fm² í einu
Vatnstankurinn á Dreame H11 er 870 ml dugar til að ryksuga og skúra um 160 fm².

Sjálfhreinsandi bursti
Burstinn á Dreame H11 hreinsar sig stöðugt þegar vélin er í notkun. Þegar búið er að þrífa og vélin sett í hleðslustöðina er hægt að láta burstann djúphreinsa sig með því að ýta á einn takka.
Allt að 30 mínútna rafhlöðuending
Dreame H11 er með 6 rafhlöður í stærðinni 2.500 mAh, sem þýðir að vélin ryksugar og skúrar í allt að 30 mínútur.


Auðveld og þægileg í notkun
Rúlluburstinn á Dreame H11 myndar tog við gólfið og keyrir vélina áfram þegar hún er í gangi. Að auki er hún lágvær og ætti ekki að trufla heimilismeðlimi mikið.
Allar helstu upplýsingar á skjánum
Skjárinn sýnir allar helstu upplýsingar, svo sem hvaða stillingu er verið að nota og stöðuna á rafhlöðunni og vatnstanknum. Vélin styður einnig við raddstýringu.
