Lýsing
Myndavélina þarf einungis að tengja í rafmagn þar sem hún sendir myndefnið í gegnum þráðlaust net yfir í farsímann þinn eða tölvuna. Myndavélin getur svo látið þig vita með tilkynningu í símann ef hún skynjar hreyfingu og byrjar hún á sama tíma að taka upp.
iMiLab EC3 er IP66 vatnsheld og þolir þar af leiðandi nánast allt sem móðir náttúra hendir í hana og hentar því mjög vel fyrir íslenskar aðstæður. Vélin þolir mikið frost og mikinn hita eða allt frá -20°C og að 60°C.
Myndavélin tekur upp myndefnið í Full HD (1920 x 1080 px) og er vélin einnig búin sérstakri “lita nætursjón” sem gerir þér kleift að sjá liti enn bjartari og skýrari við lítil birtuskilyrði.
Þökk sé víðlinsunni í iMiLab EC3 mun ekkert fara framhjá þér en hægt er að snúa myndavélinni til hægri og vinstri, upp og niður og ná þannig 270°. Með innbyggðum hljóðnema og hátalara getur þú hlustað úr myndavélinni ásamt því að tala í gegnum hana.