Mi Air Purifier 2H

24.990 kr.

Ekki til á lager

Ekki til á lager

Fá tölvupóst þegar vara kemur á lager

Vörunúmer: s1055 Flokkar: , , Merkimiðar: , Brand:

Mi Air Purifier 2H er svo miklu meira en venjulegt lofthreinsitæki. Loftið í kringum okkur er eitthvað sem við tökum sem sjálfsögðum hlut á hverjum degi og það sem fæstir hugsa um er loftgæði þess. Með Mi Air Purifier 2H þarftu ekki að hugsa um það enda sér lofthreinsirinn um það fyrir þig! Lofthreinsirinn finnur smáar agnir í loftinu og skynjar ef loftgæði rýmisins eru ekki eins góð og þau eiga að vera og síar skaðlegar agnir úr loftinu til að halda því sem hreinustu. 

Hvernig virkar þetta allt saman? 

Loftið er hreinsað í gegnum þrjú lög af síum. HEPA síurnar í lofthreinsinum skapa hreinna loft sem leiðir að heilbrigðara lífi. 

Ysta lagið hreinsar loftið af stórum ögnum – agnir eins og venjulegt ryk eða hár.
Miðju lagið hreinsar loftið af örsmáum ögnum og bakteríum.
Innsta lagið hreinsar loftið af öðrum skaðlegum efnum í loftinu eins og formaldehýð sem er litalaus en lyktarsterk lofttegund og getur valdið ertingu í augum og húð, ofnæmi og jafnvel krabbameini.

Þetta er allt í appinu

Í Xiaomi Home appinu er hægt að fylgjast með loftgæðum heimilisins og einnig er hægt að setja upp allskonar skipanir fyrir lofthreinsinn. Eins og til dæmis að ef að þú ert með Hurða- og Gluggaskinjarann og glugginn er opnaður þá fer Mi Air Purifier 2H á fullt.

Aðal munurinn á Mi Air Purifier 2H og bróður hans Mi Air Purifier 2 er sá að sá fyrri er ekki með LED skjá. Einnig er Purifier 2H ekki með RFID skanna eins og Purifier 2. Það gerir það að verkum að það er hægt að nota filterinn aðeins lengur áður en honum er skipt út. 

Tæknilegar upplýsingar: 

 Model  AC-M9-AA
 Wi-fi Module 802.11b/g/n, Smart connection, remote phone   control.
 Power Consumption 1.5W – 31W
 Global Voltage AC 100V ~220V 50/60Hz
 Package Contents Mi Air Purifier 2H, Filter (1 Pcs), User Guide, Power Cord, Warranty Card. 

Engin tæknilýsing skráð