Lýsing
Mi Air Purifier 3C
Andaðu að þér fersku lofti með aðstoð True HEPA loftgæðasíu
Lofthreinsitæki er að finna á æ fleiri heimilum enda hafa þau ótvírætt sannað gæði sín og notagildi.
Mi Air Purifier 3C hefur afkastagetu upp á 5330 lítra af hreinsuðu lofti á mínútu, hreinsar 99.97% af óæskilegum
öreindum úr loftinu og gerir þetta allt án þess að þú verðir var við nokkur læti.
Fylgist með í rauntíma
Með hárnákvæmum laser skynjurum fær Mi Air Purifier 3C upplýsingar hratt og örugglega í rauntíma og
vinnur út frá þeim til að gera loftgæðin sem best sem og nær þar af leiðandi að spara rafmagn í leiðinni
með því að vera ekki í fullum afköstum þegar þess gerist ekki þörf.
Mi Air Purifier 3C er fær um að hreinsa 106 fermetra á klukkustund og hentar því öllum herbergjum sem og flestum íbúðum. Gólfflöturinn sem hann tekur er minni en A4 blaðsíða og ætti því að vera leikur einn að koma honum fyrir nánast hvar sem er.
Með 29W burstalausum mótor er hámarks notkun 0.7kWh á sólarhring og er það lítil fórn fyrir þann munað að vera með loftgæðin á hreinu.