
Mi Curved Gaming Monitor 34″ tölvuskjár
Ekki til á lager99.990 kr.
Ekki til á lager
Lýsing
Mi Curved Gaming Monitor 34″
Mi Curved Gaming Monitor 34″ hentar mjög vel fyrir tölvuvinnu, myndvinnslu og leikjaspilun. Skjárinn er með 144Hz endurnýjunartíðni og 3440 x 1440 upplausn. Hægt er að skipta skjánum upp í nokkra hluta og vinna þannig í tveim eða fleiri skjölum samtímis. Á þann hátt sameinar hann tvo skjái í einn sem dregur úr höfuðhreyfingum til hliðar og tekur auk þess minna pláss á skrifborðinu. Skjárinn minnkar bláa geisla sem spornar gegn þreytu í augum.


Hannaður með leiki í huga
Mi Curved Gaming Monitor 34″ er sérstaklega hannaður fyrir tölvuleiki. Skjárinn er með 144 Hz endurnýjunartíðni, notar AMD FreeSync tækni og er með 4 ms viðbragðstíma (e. response time). Fyrir frekari upplýsingar er hægt að smella á “tæknilegar upplýsingar” hlekkinn hér að framan.
Excel
Skjárinn hentar sérstaklega vel í Excelvinnu en hann getur sýnt 73 raðir og 53 dálka í einni mynd. Hægt er að vera með tvö eða fleiri skjöl opin í einu og flakka hratt á milli þeirra. Auðvelt er að færa inn upplýsingar úr einu skjali í annað og auka þannig vinnsluhraða.


Fjármál
Fyrir þá sem fylgjast með eða vinna í fjármálum hentar Mi Curved Gaming Monitor 34″ sérlega vel. Skjárinn er bogadreginn og hannaður til að sjá mikið af upplýsingum í einu. Skjárinn líkir eftir lögun augans þannig að hann er allur innan sjónsviðsins. Mi Curved Gaming Monitor 34″ inniheldur 16,7 milljón lita sem gerir það að verkum að myndir og gröf verða skýrari.
Stillingar
Auðvelt er að stilla hæð og halla skjásins. Hægt er að halla skjánum 15 gráður aftur á bak, 5 gráður áfram og 40 gráðum til hliðar. Skjárinn passar á VESA-mount og því hægt að festa hann á flesta standa og á vegg.

- Almennar upplýsingar
Resolution | 3440*1440 |
Aspect ratio | 21:9 |
Curve Ratio | 1500R |
Refresh Rate | 144Hz |
Brightness | 300nit |
Split screen | Yes |
Response Time | 4ms |
Contrast Ratio | 3000:1 (TYP) |
Color Spectrum | 85% NTSC |
Ports | HDMI 2.0*2, DP 1.4 *2 Audio *1 AC In*1 |
Tengdar vörur
Ekki til á lager
8.990 kr.Nýjasta útgáfan af Mi Scale. Uppfært útlit og möguleiki á að sjá fituprósentu hefur bæst við. Þægileg og einföld snjallvigt sem fylgist með þyngdinni þinni og BMI-staðlinum þínum! Vigtin notar Bluetooth til þess að tengjast símanum þínum í gegnum Mi Fit appið þar sem hægt er að fylgjast með öllum…