Lýsing
Vertu í hópi þeirra bestu
Innblástur frá Mercedes-AMG Petronas F1 liðinu
í samvinnu með snilligáfu Xiaomi,
varð draumur að veruleika
Vertu í hópi þeirra bestu
Innblástur frá Mercedes-AMG Petronas F1 liðinu
í samvinnu með snilligáfu Xiaomi,
varð draumur að veruleika

Tengist við Mi Home appið

Stjórnborð

Tvöfalt bremsukerfi

50% sterkbyggðari dekk*

Stílhreinn og sterkur ál rammi
Rafmagnshlaupahjólafloti Mi Electric Scooter fjölskyldunnar er hér með frábæra viðbót í flottann skara farartækja.
Mi Electric Scooter Pro 2 Mercedes-AMG Petronas F1 Team Edition er allt sem þú þarft og rúmlega það! Þeystu um götur bæjarins á einni glæsilegustu rafskutlu sem völ er á.

Þetta er allt í appinu
Mi Home appið er besti aðstoðarökumaðurinn! Í appinu getur þú fylgst með heildar vegalengd sem farin hefur verið á hjólinu, ásamt fleiri nytsamlegum upplýsingum. Einnig getur þú læst hjólinu í allt að 3 klst í senn í gegnum appið.

Stjórnaðu þinni upplifun
Mercedes-AMG Petronas F1 rafskútan er með litaskjá sem sýnir þér hraða ásamt öllum helstu upplýsingum sem nýtast þér, á meðan þú þeytist um göturnar! Þar með talið eru upplýsingar um það hvort hjólið sé læst, hvaða kraftstilling er valin og staðan á rafhlöðunni.


Alvöru frammistaða
Með aukinni snjallvæðingu færðu einfaldari og þægilegri fararskjóta. Innbyggður hraðastillir gerir þér kleift að halda jöfnum hraða á þínu ferðalagi. KERS sér svo um að breyta þeirri orku, sem myndast þegar þú hemlar, aftur í hleðslu svo þú kemst lengra en áður.

Engar málamiðlanir
Samstarf Mi og Mercedes-AMG Petronas hefur tryggt að hér fer saman tækni, stíll og fágun í einum grip. Hraðinn og nákvæmnin í kappakstri hefur verið nýtt sem innspýting í hönnun og smíði og hvergi var slegið af.