Lýsing
Mi Laser Projector færir þér bíósalinn heim í stofu!
Um er að ræða hágæða skjávarpa sem varpar mynd í allt að 150″ – til þess að gera betur grein fyrir þessari stærð er best að sjá myndina hér að neðan.
Það fyrsta sem lætur Mi Laser Projector standa út frá öðrum skjávörpum er falleg hönnun. Hvít umgjörð með mjúkum hornum gerir skjávarpann að fallegu húsgagni sem þú vilt helst hafa sýnilegt í stofunni.
Skjávarpinn varpar mynd með notkun á laser frekar en hefðbundinni peru sem flestir aðrir skjávarpar notast við – með öðrum orðum, minna viðhald og meiri endingartími. Skarpari litir, svartari svartur, einstaklega björt mynd og meiri hraði í ræsingu eru helstu kostir þess að vera með laser myndvarpa.
Innbyggðir skynjarar sem skynja hreyfingu sjá til þess að gangandi vegfarendur fái ekki laser í augun.