Lýsing
Mi Smart Electric Folding Bike
Samanbrjótanlegt rafmagnshjól sem vegur aðeins 14.5kg
Mi Smart Electric Folding Bike er lítið og nett rafmagnshjól útbúið fullt af snjöllum eiginleikum. Einfalt er að brjóta hjólið saman og því fullkomið borgarhjól sem auðvelt er að stinga í skottið á bílnum.
Rafhjólið er útbúið öflugri Samsung Li-ion 5.8Ah rafhlöðu. Það er einstaklega auðvelt að taka rafhlöðuna úr hjólinu sem getur verið hentugt til að hlaða rafhlöðuna án þess að taka allt hjólið með sér. Á fullri hleðslu kemst rafmagnshjólið allt að 45 km og nær 25 km/klst hámarkshraða. Tekið skal fram að rafmagnsreiðhjólið er ekki með inngjöf heldur aðstoðar mótorinn við að auka og viðhalda hraðanum þegar það er hjólað.
TMM Torque Sensor tæknin tryggir fullkomið samspil milli hjólsins og notanda þess með því að skynja hreyfingu pedalana og 250W mótorinn á framhjólinu vinnur samkvæmt því í samræmi við notandann.
