Lýsing
Hjarta heimilisins
Hjartað í öllum snjallheimilum er góð stjórnstöð e. hub. Mi Smart Home Hub er ein besta stjórnstöð sem völ er á í dag og er hún hönnuð með þægindi og auðvelda uppsetningu í huga. Hægt er að stjórna allt að 32 mismunandi tækjum í einu og setja upp allskonar mismunandi senur og skipanir. Mi Smart Home Hub tengist í gegnum Wi-Fi, Bluetooth og ZigBee sem gerir það að verkum að stjórnstöðin talar við sem flest tæki.
Fyrst og fremst öruggt
Basic, Home, Away og Sleep. Þessar stillingar gera þér kleift að velja mismunandi stillingar fyrir mismunandi skynjara, ef þú kýst. Til dæmis gætirðu bara viljað hurðarskynjarann sem kveikjubúnað ef þú ert heima en ekki þegar þú ert í burtu. Þú gætir viljað hafa hreyfiskynjara virka á nóttunni þegar þú ert sofandi (svefnhamur) en ekki á daginn. Einnig er hægt að hafa alla skynjara heimilisins virka þegar þú ert í burtu (Away Mode).
Alltaf á varðbergi
Mi Smart Home Hub býður upp á svokallað Guardian Mode sem er búið 4 stillingum:
Þessi stilling sýnir einskonar radar sem segir til um þá stillingu sem er virk hverju sinni. Hægt er að stilla stjórnstöðina þannig að þegar notandi er ekki heima þá fer ákveðin stilling í gang (Away mode) sem virkjar þar að leiðandi ákveðna skynjara á heimilinu. Þetta getur verið mjög sniðugt að hafa til þess að hafa og einfaldar þér lífið!