Lýsing
Mi Smart Projector 2 er þrælsniðugur lítill ferða skjávarpi sem getur varpað allt að 120’’ mynd í skalanum 1.2: 1. Skjávarpinn er fyrirferða lítill og léttur og er því auðvelt að grípa með og færa milli staða. Skjávarpinn kemur með innbyggðu Android TV stýrikerfi svo þú þarft ekki annað en að stinga honum í samband og byrja að spila.

Mi Smart Projector 2 notast við LED perur og fer það betur með augun til að horfa á heldur en hefðbundið sjónvarp. Ekki þarf þó að hafa áhyggjur af því að þurfa að vera að skipta um perur í tíma og ótíma með tilheyrandi kostnað því peran endast í allt að 30.000 klukkutíma í spilun. Í skjávarpanum eru innbyggðir tveir öflugir Dolby hátalarar.

Sjálfvirkur fókus
Skjávarpinn notar gríðarlega nákvæma myndavél til að tryggja að myndin sé ávalt í fókus, allt án þess að maður þurfi að lyfta fingri. Skjávarpinn lagar fókusinn t.d. við hreyfingu.

Fjórar LED perur fyrir bjartari mynd
Flestir skjávarpar hafa þrjár perur, eina fyrir hvern lit. Mi Smart Projector 2 hefur eina auka peru sem að eykur bæði birtu og litadýpt en skjávarpinn getur sýnt 154% af Rec.709 litasviðinu og litir verða því dýpri og raunverulegri. Að auki styður skjávarpinn við HDR 10 sem gefur betri mynd.

Hljóðlát vifta
Viftan í Mi Smart Projector 2 fer ekki yfir 28dB sem að mun ekki trufla við áhorf.
