Stílhrein og fyrirferðalítil borvél sem hlaut iF hönnunarverðlaun Þýskalands fyrir framúrskarandi hönnun. Vélin er með 2000mAh rafhlöðu sem skilar um 180 mismunandi skrúfum á einni hleðslu. Vélin er svo hlaðin með USB-C tengi sem skilar mikilli hleðslu á skömmum tíma. Afkastamikill 5 N.m togkraftur þökk sé öflugum mótor vélarinnar.
Hnappur aftan á borvélinni stjórnar því í hvaða átt borvélin skrúfar en einnig er hægt að setja hana í læstan ham sem gerir það að verkum að ekki er hægt að skrúfa með henni. Með Mi Cordless Screwdriver koma 12 mismunandi stálbitar sem og framlenging.
8.5″ dekk fyrir Mi Electric Scooter og Mi Electric Scooter Pro, passar einnig undir flest önnur hlaupahjól með 8.5″ dekkjum. Það fylgir ekki slanga með.
Aqara hreyfiskynjarann er auðvelt að setja upp hvar sem er á heimilinu. Með skynjaranum fylgir standur sem er hægt að líma á yfirborð og stjórna í hvaða átt skynjara hausinn snýr. Skynjarann er hægt að tengja saman við ýmis snjalltæki og hægt er að búa til alskonar skipanir í Xiaomi…