Ninebot S

59.990 kr.

Á lager

Vörunúmer: d1035 Flokkar: , Merkimiði: Brand:

Ninebot S er frábært lítið farartæki frá dótturfyrirtæki Xiaomi, Ninebot.

Miklar framfarir hafa verið á svif brettum sem þessum á undanförnum misserum hvað varðar gæði og öryggi í notkun. Fyrst bera að nefna stýri stöngina sem situr á milli fóta notendans en auðvelt er að beygja og stýra tækinu með henni. Skær Led ljós eru bæði að framan sem og aftan á svifbrettinu og eru bæði bremsljós og stefnuljós á aftur ljósinu.

Ekki þarf að hafa áhyggjur af því að Ninebot S þoli illa Íslenskar aðstæður þar sem það er með Ip54 staðal sem gerir það ryk,vatns og högg varið upp að ansi háu marki. Dekkið er 10.5 “ en yfirleitt eru tæki sem þessi aðeins með 6” eða 8” dekk. Dekkin eru þar að auki hágæða Anti-skid Pneumatic dekk sem dempa vel og renna ekki auðveldlega til hvort sem er í möl eða bleytu. Einnig kemst brettið upp allt að 15° halla.

Hægt er að fylgjast með ýmsum hlutum og stilla svif brettið með snjallforritinu Segway-Ninebot sem hægt er að nálgast bæði í App Store sem og Google Play. Þar er hægt að sjá hversu langt þú hefur keyrt og hraða þinn í rauntíma. Einnig er hægt að setja hraða takmarkanir á brettið en það kemst á 16 km/klst hámarkshraða. Á fullri hleðslu kemst Ninebot S 22km. Hægt er að færa brettið og stjórna með appinu, stilla liti á afturljósum og margt margt fleira!

Í snjallforritinu er hægt að nálgast kennslu myndbönd um hvernig eigi að stýra brettinu á sem öruggastan hátt. Brettið er búið fjölmörgum hárnákvæmum skynjurum sem aðlagast þér og hvernig þú notar brettið og hjálpar þér.

Tækið er ákaflega létt eða aðeins 12kg og því ekki mikið mál að kippa því upp og rölta upp tröppur eða yfir stærri hindranir en þó svo það sé aðeins 12kg að þyngd er það með burðarþol fyrir allt að 100kg sem er 7.5 sinnum meira en brettið sjálft vegur. 

 Max. Motor Power1600 watts
Max. Speed16 km/klst
Typical Range22 km
Max. Payload100 kg
Max. Climbing Slope15 gráður
HeadlightsYes
Aircraf Grade Magnesium Alloy FrameYes
Anti-theft ControlYes
Attachable to Ninebot Gokart KitYes
Engin tæknilýsing skráð