Lýsing
Kraftur, ending og fegurð
Nýjasti síminn frá Poco er fullkomnasti síminn frá þeim í langan tíma! En hann fylgir eftir frábæru gengi Pocophone F1 sem er enn þann dag í dag mjög vinsæll kostur, enda var hann langt á undan sínum tíma, með flottum örgjörva en Poco F2 Pro tekur við keflinu af þessum vinsæla síma. Poco F2 Pro er fullkomin blanda af góðu útliti og öflugum örgjörva. Útlit símans er óvenjulegt að því leitinu til að það er engin myndavél framan á skjánum sem tekur óþarfa pláss, heldur er síminn með “pop-up” myndavél sem rís upp úr ramma símans þegar þú vilt taka sjálfu.
Áreiðanleg rafhlaða
Poco F2 Pro er með mjög góða rafhlöðu og hún í samvinnu með hugbúnaði símans og Snapdragon 865 örgjörvanum gerir það að verkum að síminn á auðveldlega að endast þér út daginn og rúmlega það! Síminn er með 4.700 mAh rafhlöðu og styður 30W hraðhleðslu.
Einn flottasti skjárinn í dag
Einn af bestu eiginleikum símans er skjárinn en Poco F2 Pro er með glæsilegan 6.67″ Super AMOLED skjá sem gefur nákvæma og skýra mynd. Skjár símans er úr Corning® Gorilla® glass 5 en bæði skjárinn og bakhlið símans eru úr þessu sterkbyggða gleri. Bakhlið símans er kúpt á hliðunum til þess að síminn passi sem best í hendi notandans og til að bæta upplifun þess sem notar símann.
Ótrúleg myndavél
Til þess að kóróna frábæra eiginleika símans þá er Poco F2 Pro með ótrúlega flotta 64MP Quad myndavél. Þessi myndavél hjálpar þér að taka frábærar myndir í hvaða aðstæðum sem er. Síminn er með 64MP f/1.9 aðal linsu sem skilar flottum niðurstöðum og er hægt að treysta á til að taka flottar myndir í flestum aðstæðum. Poco F2 Pro er líka með 13MP víðlinsu sem býður upp á mjög skemmtilegt sjónarhorn. Seinustu 2 linsurnar eru svo 5MP Macro linsa fyrir close-up myndir og 2MP dýptarskynjari sem hjálpar til við að aðskilja forgrunn frá bakgrunni, t.d. þegar það er verið að taka “portrait” mynd. Síminn skýtur myndbönd í 8K í bæði 24 römmum á sekúndu og 30. Sem er rosalegt fyrir síma í þessari stærð og verðflokki.
Í kassanum fylgir:
- Hleðslutæki
- Sílikon hulstur
- Leiðarvísir