Lýsing
Roborock E4
Auðveld og árangursrík húsþrif
10% fljótari
Alþrif eru allt að 10% fljótari, borið saman við Roborock E2 og E3
Skipulagðar leiðir
Fyrirfram ákveðnar þrifaleiðir
Fullkomin stjórn
Stjórnaðu öllu frá sogkrafti yfir í skipulögð þrif í Xiaomi Home eða Roborock snjallforritinu
Innbyggð moppa
Skilur gólfin eftir glansandi
Skipulögð og vönduð þrif
Roborock E4 þrífur gólfið þitt á skipulagðari og áhrifaríkari máta. Samvinna margra skynjara ásamt korti og sýndarveggjum hjálpa ryksugunni að fara um heimilið á skipulagðan hátt. Roborock E4 veit hvar hún er búin að þrífa og hversu mikið er eftir.
Hröð og nákvæm
Roborock E4 notast við gyroscope mæla og OpticEye hreyfiskynjara til að fylgjast með staðsetningu vélarinnar, útveggjum og hindrunum. Ryksugan veit hvar hún hefur verið og reiknar út hvert hún á eftir að fara. Þar sem ryksugan hreyfist allt að 10% hraðar en forverar hennar er hún fljótari að klára þrifin.
Dual Gyroscopes
Innbyggðir gyroscope nemar mæla stöðu ryksugunnar til að koma í veg fyrir að hún fari fram af stigabrúnum.

Skynjar hreyfingu
Laserskynjari ásamt LED OpticEye hreyfiskynjara skila hárnákvæmum mælingum.

Skipulagðar ferðir
Roborock E4 notar gögn frá gyroscope og hreyfinemum vélarinnar til að kortleggja heimilið. Ryksugan vistar hinsvegar ekki kort af heimilinu en hún sýnir þér þrifaleiðir og fleira, eftir hver þrif.

Alvöru sogkraftur
Öflugur 2000Pa sogkraftur hentar vel við að ryksuga teppi og aðra skítuga fleti. Gott loftflæði og kröftug vifta eru ástæða þess að ryksugan er ein sú besta sem völ er á í dag.
Endist lengur
Roborock E4 getur klifið yfir 2cm hindranir, þar með talið þröskulda og teppi. Á sama tíma gefur 5200mAh rafhlaða ryksugunnar nægan tíma til að þrífa allt að 200m2 á einni hleðslu.



Þetta er allt í appinu
Þú getur stjórnað öllu í símanum þínum. Segðu ryksugunni hvenær hún á að þrífa, stilltu tímaáætlanir, veldu sogkraft og margt fleira. Eftir að ryksugan er búin að þrífa heimilið hátt og lágt getur hún sent þér tilkynningu í símann, óskir þú eftir því.

Meiri þrif, minna vesen
640ml rykhólf ryksugunnar getur geymt vikubirgðir áður en það þarf að tæma hana.

Ryksía sem má skola
Innbyggðu E11 vottuðu ryksíu ryksugunnar má þrífa og hún endist þar af leiðandi lengur.

Passar upp á húsgögn
E4 hægir sjálfkrafa á sér ef hún skynjar hindranir, þetta kemur í veg fyrir að hún klessi á húsgögn.

Anti-entrapment systems
Þar sem E4 geymir upplýsingar um ferðir sínar á hún auðvelt með að koma sér úr krefjandi aðstæðum.

Djúpþrif á teppum
Þegar E4 skynjar teppi eykur hún sogkraftinn til að ná sem mestu úr teppinu.

Skipulögð þrif meðfram veggjum og úr hornum
E4 byrjar á því að þrífa innviðin og fer svo og þrífur meðfram veggjum. Þegar hún gerir það hreyfast hliðarburstar hennar hraðar til að ná sem mestu úr hornum og meðfram veggjum.