Lýsing
Roborock S6 MaxV
Ryksugan sogar upp óhreinindi svo sem dýrahár, ryk og mylsnu. Sérstakur hliðarbursti gerir henni kleift að ná vel út í öll horn og í kringum borð- og stólfætur. Ryksugan kemst auðveldlega undir flest húsgögn svo sem rúm og sófa. Hægt er að blautmoppa samhliða ryksugun.
Myndavélakerfi og hindranir
Tvöfalt myndavélakerfi auðveldar ryksugunni að forðast hindranir, þar má nefna skó, snúrur og gæludýraúrgang.

Skynjarar
Roborock S6 MaxV er útbúin fjölmörgum skynjurum. Þar má helst nefna LDS skynjara sem kortleggur rýmið 300x á mínútu sem gerir það að verkum að ryksugan aðlagar sig að breyttu umhverfi, t.d. ef hlutir færast til. Ryksugan skynjar stiga og palla og fer ekki fram af þeim.

Blautmoppun
Roborock S6 MaxV getur ryksugað og blautmoppað samtímis með því að soga fyrst upp óhreinindin og blautmoppa í kjölfarið. Ryksugan blautmoppar um 200 fermetra á einum vatnstank sem tekur 300ml. Moppan má fara í þvottavél.
Xiaomi Home appið
Í appinu er meðal annars hægt að setja ryksuguna af stað, gefa henni fyrirmæli um að ryksuga ákveðið herbergi og búa til áætlanir fram í tímann. Á meðan ryksugan vinnur sína vinnu er hægt að fylgjast með hvað hún er búin að ryksuga, hvað hún á eftir og hversu lengi hún hefur verið að, allt í rauntíma. Ef ryksugan sér aðskotahluti eins og snúrur, leikföng, dýraúrgang eða skó getur hún sent þér tilkynningu í símann.



Öryggið í fyrirrúmi
Ekkert er afritað úr myndavélinni
Ekkert er geymt úr myndavélinni
Ekkert er sent í skýið úr myndavélinni
Ryksuguvélmennið er vottað af TUV Rheinland sem öruggt snjallheimilistæki.