Hleðslustöð Roborock S7 MaxV Ultra er sjálftæmandi, sjálfhreinsandi og allt að 30% fljótari að hlaða. Stöðin tæmir rykhólf vélarinnar og þarf einungis að tæma hana á 7 vikna fresti. Ekki nóg með það, þá fyllir stöðin á vatnstank ryksuguvélmennisins og passar að moppan sé alltaf tandurhrein.
Býr til kort af heimilinu
Roborock S7 MaxV Ultra notar LiDAR leiðsögukerfi til að búa til kort af rýminu sem á að ryksuga og greinir þannig á milli húsgagna, veggja og ólíkra gólfefna. Ryksugan nemur mismunandi tegundir gólfefna með hljóðbylgjum og eykur sogkraftinn sjálfkrafa þegar hún fer yfir teppi eða mjög skítugan flöt. Hægt er að stilla hvort hún ryksugi teppin eða lyfti upp burstanum og sleppi þeim. Ryksugan getur líka blautmoppað gólfin á sama tíma og hún ryksugar þau.
Uppfærður gúmmíbursti
Aðalbursti vélarinnar er nú allur úr gúmmíi. Með þessari nýju hönnun nær burstinn á erfiða staði og minni líkur eru á að hár flækist og vefjist í burstann.
Hljóðbylgjumoppun
Roborock S7 MaxV Ultra nýtir hljóðbylgjumoppun (e. sonic mopping). Moppan víbrar allt að 3.000 sinnum á hverri mínútu og þannig nær ryksuguvélmennið að tækla erfiðu blettina eins og kaffislettur eða rauðvínsbletti með glæsibrag.
Öflugur sogkraftur
Í Roborock S7 MaxV Ultra var sogkraftur skrúfaður alla leiðina upp. Hámarkssogkraftur ryksuguvélmennisins er 5.100Pa en það er ríflega tvöfaldur kraftur frá Roborock S6 MaxV.
PreciSense™ LiDAR leiðsögn
Sjálfvirk Herbergisgreining
Scratchsafe™ Dekk og Burstar
Sensient™ Skynjarar
Þrífanleg E118 Loftsía
Reiknirit sem aðlagast aðstæðum
Sjálfvirk áfylling
Barnalæsing
Stöðuljós
Bannsvæði
Í Xiaomi home snjallforritinu er hægt að setja inn bannsvæði og ósýnilega veggi og ryksugan lætur þau svæði í friði. Með Amazon Alexa, Google Home og Siri er hægt að stjórna ryksugunni með röddinni.
Forðast hindranir
Roborock S7 MaxV Ultra er með myndavélarkerfi sem að sér aðskotahluti á gólfum eins og snúrur, inniskó, sokka og leikföng og nær að forðast þá.