Search
Search

Ulefone Power Armor 17 Pro 256GB 4G vinnusími

59.990 kr.

  • 6.58″ Waterdrop FHD+ IPS 120Hz skjár
  • 8+5GB/256GB minni
  • MediaTek Helio G99 örgjörvi
  • 5.380mAh rafhlaða
  • 66W hraðhleðsla, 15W þráðlaus hleðsla og 5W öfug hleðsla
  • 108MP myndavél og 8MP næturmyndavél

Ekki til á lager

Fá tölvupóst þegar vara kemur á lager

Vörunúmer: 735083

Power Armor 17 Pro

Framúrskarandi myndavélakerfi og frammistaða

108MP þrefalt myndavélakerfi

Taktu myndatökuna á næsta plan með Ulefone Power Armor 17 Pro. Myndavélakerfið er keyrt áfram af Samsung ISOCEll HM2 skynjara og myndavélin getur þar af leiðandi tekið inn miklu meira ljós og nákvæmni. Með aðstoð 9-í-1 ofurpixel getur 108MP myndavélin fangað jafnvel minnstu smáatriði í lágum birtuskilyrðum hvort sem það er myndataka eða myndbandsupptaka. Í algjöru myrkri er hægt að stilla á sérstaka nætursjónstöku en í símanum er 2 infrarauð LED ljós sem aðstoða við að taka myndir í lítilli birtu.

8MP ofurvíðlinsa

16MP selfie myndavél

8MP ofurvíðlinsa er frábær í myndatökur þar sem aðstæður krefjast víðara sjónsviðs. Myndavélin nær að taka myndir af víðari svæði og er frábær í landslagsskot. Á framhliðinni er svo 16MP Sony selfie myndavél sem sér til þess að sjálfur verði eins glæsilegar og mögulegt er.

6.58" 120Hz FHD+ skjár

Skjárinn á Ulefone Power Armor 17 Pro er með 1080×2408 upplausn með náttúrulegum og raunverulegum litum. Skjárinn endurnýjast 120 sinnum á hverri sekúndu svo að myndbönd, leikir og almennt skrun á samfélagsmiðlum er einstaklega hratt og mjúkt.

Corning® Gorilla® Glass 5

Gorilla Gler 5 er hannað þynnra en sterkbyggðara en hefðbundin gler. Glerið er einstaklega vel varið gegn höggum og rispum sem fylgja daglegri notkun en glerið er einungis 1.1mm á þykkt. Í prófunum höndlar glerið fall á hart yfirborð frá 1.5 meter og er einstaklega vel varið gegn rispum.

IP68 og IP69K vottun

Ulefone símarnir eru sterkbyggðir símar sem þola mikið meira en hinn almenni snjallsími. Ulefone Power Armor 17 Pro er þar engin undantekning en með IP68 og IP69K vottunum stenst síminn strangar gæðakröfur um vörn gegn vatni, ryki og drullu, háu hitastigi og fleiri krefjandi aðstæðum.

30 mín

1.5m vatnsvernd

1.5 metrar

Höggheldur

24 tímar 

Rykvarin

Allt að 13GB vinnsluminni

256GB geymslupláss

Ulefone Power Armor 17 Pro er með 8GB af hreinu vinnsluminni. Ef að 8GB dugar ekki, þá getur síminn nýtt allt að 5GB af sýndarvinnsluminni og síminn er þá með samtals 13GB af vinnsluminni. Þannig getur síminn verið að keyra fjölda af mismunandi forritum í einu og unnið í þyngri vinnslum.
256GB geymslupláss er svo til að geyma myndir, myndbönd, skjöl og fleira en einnig er hægt að bæta við microSD korti allt að 2TB að stærð. *SD kort er selt sér

66W ofurhraðhleðsla

38% hleðsla á 10 mínútum

Síminn er með stórri rafhlöðu sem ætti að endast auðveldlega út daginn og lengur en það í venjulegri notkun. Með 66W ofurhraðhleðslu er síminn samt enga stund að hlaða sig að fullu eða fá góða áfyllingu. Innbyggt í símann er tækni sem að verndar rafhlöðuna frá því að ofhitna í hraðhleðslunni svo að líftíminn er þeim mun lengri.

15W þráðlaus hleðsla

Styður öfuga þráðlausa hleðslu

Ulefone Power Armor 17 Pro styður þráðlausa hleðslu allt að 15W. Síminn er einnig með öfuga þráðlausa hleðslu sem þýðir að hann getur hlaðið önnur snjalltæki sem styðja þráðlausa hleðslu með því að leggja þau á bakhlið símans. Fullkomið til að hlaða heyrnartól, snjallúr eða aðra snjallsíma sem þurfa smá auka hleðslu.

Notendagildi í fyrrirúmi

Síminn er hannaður með þægindi og notagildi að leiðarljósi. Síminn fótar frábærann milliveg á snjallsíma og harðgerðum vinnusíma en hann vegur einungis 290gr og er 12.5mm að þykkt.
Á bakhlið símans er segull sem hægt er að festa á aukahluti, sem dæmi er hægt að festa símastandskortaveskið sem fylgir með í kassanum, eða MagSafe aukahluti.

Getur verið með 3 kort í einu, 2 sim kort og microSD kort að 2TB stærð

Snögg og örugg leið til að borga eða tengjast öðrum snjalltækjum með fjölvirku NFC

Aflæstu símanum með andlitsskanna eða fingrafaraskanna