Xiaomi Robot Vacuum X20+ ryksuguvélmenni með sjálftæmingarstöð

99.990 kr.

 • Allt að 120 mínútna þriftími
 • 6.000 Pa sogkraftur
 • 350 ml rykhólf
 • Hringlaga skúringamoppur sem lyftast sjálfkrafa
 • 360° LDS rýmisskanni
 • S-Cross™ myndavélakerfi forðast hindranir

3-í-1 sjálftæmingarstöð

 • 586 × 427 × 340 mm
 • Geymir ryk frá allt að 75 daga notkun áður en þarf að tæma
 • 2.5L rykpoki
 • 4L hreinn vatnstankur
 • 4L óhreinn vatnstankur
 • Tæmir rykhólf, fyllir á vatnstank, þurrkar og þrífur moppurnar

Á lager

Vörunúmer: 54405

Xiaomi Robot Vacuum X20+ ryksuguvélmenni með sjálftæmingarstöð

Xiaomi Robot Vacuum X20+ ryksuguvélmennið er bráðsnjallt og öflugt vélmenni með sjálftæmingarstöð. Sjálftæmingarstöðin sér um að tæma rykhólf vélarinnar eftir þrif en einnig þrífur stöðin skúringarmoppurnar, fyllir á vatnstankinn og þurrkar moppurnar með lofti til að koma í veg fyrir myglu og ólykt. Ryksuguvélmennið er svo búið 360° rýmisskanna og myndavélakerfi til að rata vel og skipulega yfir rýmið.

Xiaomi Robot Vacuum X20+ ryksuguvélmenni með sjálftæmingarstöð
Xiaomi Robot Vacuum X20+ ryksuguvélmenni með sjálftæmingarstöð

Sjálfvirknivæðir þrifin

Sjálftæmingarstöðin á X20+ sjálfvirknivæðir þrifin algjörlega. Tæmingarstöðin sér um að:
 • Tæma rykhólfið á vélinni á 10 sekúndum
 • Geyma ryk frá allt að 75 daga þrifum
 • Þrífa skúringarmoppurnar
 • Fylla á vatnstankinn
 • Þurrka moppurnar með lofti
 • Koma affalsvatni frá þrifum í sérstakan óhreinan vatnstank

Auðvelt er svo að taka bakkann úr stöðinni til að þrífa

Aukinn sogkraftur og skúringargeta

Sogkrafturinn á X20+ var skrúfaður vel upp frá fyrri línum, en vélin skartar núna 6.000Pa sogkraft (vs. 4.000 á fyrri kynslóð) og ætti því auðveldlega að fjarlægja ryk og óhreinindi frá gólfunum.

Xiaomi Robot Vacuum X20+ ryksuguvélmenni með sjálftæmingarstöð

Fljótandi skúringarmoppur bleyta ekki í teppum

Þegar ryksuguvélmennið nemur teppi og gólfmottur lyftir vélin skúringarmoppunum 7mm frá jörðu til þess að bleyta ekki í teppum. Skúringarmoppurnar snúast allt að 180 sinnum á mínútu og þrýstast líttillega niður við gólfið til þess að ná í burt erfiða bletti.

Xiaomi Robot Vacuum X20+ ryksuguvélmenni með sjálftæmingarstöð

*Í Xiaomi Home appinu er hægt að afmarka svæði sem eru teppalögð

*Skúringarmoppurnar lyftast sjálfkrafa 7mm frá jörðu, ef að teppi eru 5mm eða þykkari er mælt með því að stilla vélmennið á “Avoid Carpets” í Xiaomi Home appinu svo að vélin bleyti ekki í teppum

Xiaomi Robot Vacuum X20+ ryksuguvélmenni með sjálftæmingarstöð

Greinir aðskotahluti og býr til leiðir framhjá

Með S-Cross™ myndavélakerfinu greinir vélmennið aðskotahluti sem gætu annars flækst í vélinni s.s sokka, inniskó eða gæludýradót. Þegar vélin nemur þessa hluti þá býr hún til leið framhjá, þrátt fyrir lítil birtuskilyrði.

Tengist við Xiaomi Home appið

Í appinu er hægt að fara í gegnum margvíslegar stillingar til að auðvelda lífið. Hægt er að setja vélina af stað/senda hana heim, búa til vaktaplön, setja upp bannsvæði og afmarka teppalögð svæði. 

Xiaomi Robot Vacuum X20+ ryksuguvélmenni með sjálftæmingarstöð

360° rýmisskanni

Með 360° rýmisskanna ratar vélin einstaklega vel um rýmið og býr til hárnákvæmt kort. Með rýmisskannanum er vélin fljót að búa til kort af öllu heimilinu og jafnvel af nokkrum hæðum, ef að vélin verður batteríslaus í miðjum þrifum, snýr hún aftur í stöðina sína, hleður sig upp og fer síðan á nákvæmlega þann stað sem hún pásaði og heldur þaðan áfram til að klára þrifin.

Xiaomi Robot Vacuum X20+ ryksuguvélmenni með sjálftæmingarstöð