- Snjalldyrabjalla
- Þarf einungis að hlaða þrisvar á ári*
- Tvíhliða samtöl, getur talað í síma og það berst í dyrabjölluna
- 3 daga skýgeymsla
- 107 gráður, 2K upplausn, nætursjón


Xiaomi Smart Doorbell 3 snjalldyrabjalla
19.990 kr.
Á lager
Lýsing
Xiaomi snjalldyrabjalla
Á dyrabjöllunni er myndavél sem sýnir þér hver er að koma í heimsókn. Dyrabjallan kveikir á sér við hreyfingu og vistar myndbönd í allt að þrjá daga í skýjageymslu. Dyrabjallan er einnig búin fjórum infrarauðum skynjurum sem hjálpa til við að sjá þegar birtuskilyrði eru lág. Dyrabjallan er endurhlaðanleg og þarf einungis að hlaða hana þrisvar á ári.


"Þú mátt skilja pakkann eftir við hurðina"
Þegar myndavélin skynjar hreyfingu færð þú tilkynningu í símann og getur strax skoðað það sem er í gangi. Þá getur þú líka hafið samtal, það sem þú segir í símann heyrist í gegnum myndavélina. Það er líka hægt að stilla sjálfvirkt svar þegar ýtt er á dyrabjölluna, t.d “Hinkraðu augnablik, ég er alveg að koma og opna”.
Hátt og snjallt "dingl"
Hægt er að velja á milli fjögurra hljóðstillinga og hæsta stilling nær allt að 79dB, svo að ekkert dingl fer framhjá þér. Ef þú vilt svo fá að vera í friði í smástund og ekki taka á móti neinum gestum, þá einfaldlega slekkur þú bara á hljóðinu.

*Athugið að rafhlöðuending er breytileg eftir hitastigi og fjölda dingla/upptaka miðað er við 20 upptökur á dag í 25 stiga hita.
Tengdar vörur
- 12.490 kr.
Aqara Hub er stjórnstöð fyrir snjallheimilið sem tengist öðrum tækjum í gegnum Zigbee, Aqara fylgihlutir geta þar að leiðandi virkað snurðulaust jafnvel þó að heimanetið þitt sé óstöðugt eða aftengt. Aqara Hub er stjórnstöð sem tengir saman snjallheimilis vörur heimilisins og hjálpar þeim að tala saman. Aqara Hub gerir þér…