Lýsing
Stjórnaðu andrúmsloftinu
Yeelight LED Smart bulb M2 snjallperan býður upp á magnað litaval og er bjartari en nokkru sinni fyrr. Þú getur stillt bæði birtustig og Kelvin stig perunnar til að skapa einstaka stemningu í hverju rými fyrir sig. Þú getur t.d. valið um Flow mode eða Daylight mode og jafnvel búið til þitt eigið Smart mode í appinu. Þú getur stjórnað andrúmsloftinu hverju sinni í Yeelight appinu.
Stjórnun í appi
Yeelight LED Smart bulb M2 tengist beint við snjallsímann þinn, þökk sé innbyggðu Wi-Fi. Stjórnstöð er því algjör óþarfi. Þú getur stýrt litastigi, birtustigi, slökkt og kveikt á perunni, ásamt fleiri möguleikum, allt í appinu. Einnig getur þú stjórnað perunni með Google Assistant og SmartThings.
Google Seamless
Yeelight LED Smart bulb M2 styður við Google Seamless og er því auðvelt að tengja við Google Nest tæki. Þú einfaldlega stingur Google Nest tækinu í samband, skrúfar M2 snjallperuna í sama herbergi og Nest tækið og svo setur þú upp Google Home appið.