Search
Search
Hvað þarf ég til að setja upp Aqara öryggiskerfið?

Það sem þarf að vera til staðar til að setja upp Aqara kerfið er rafmagn og Wi-Fi tenging

Hægt er að tengja allt að 128 skynjara á eina stjórnstöð

Gangtu úr skugga um að skynjarinn sé ekki rafhlöðulaus. Rafhlöðurnar á Aqara skynjurum duga að meðaltali í um 12-24 mánuði áður en þarf að skipta um. Því næst er hægt að halda inni takka á hlið skynjarans í u.þ.b 3 sekúndur, ef skynjarinn er í góðu sambandi við stjórnstöðina ætti að heyrast “Normal link confirmed”. Ef skilaboðin berast ekki þarf að færa skynjarann nær stjórnstöðina til að endurtengja hann.

Aqara skynjarar nota svokallaðar hnapparafhlöður og er lítið mál að skipta um þær. Að meðaltali þarf að skipta um rafhlöðurnar í Aqara skynjurunum á u.þ.b ársfresti og mælum við því með að skipta t.d alltaf um rafhlöðurnar í ágúst ef kerfið er uppsett í bústöðum sem ekki er alltaf viðvera í. Á bakhlið skynjarana er hægt að snúa loki sem geymir rafhlöðurnar, gamla rafhlaðan er tekin út og ný sett í hennar stað. Ef ekki er vitað hvaða týpa af rafhlöðu skynjarinn notar er hægt að skoða það á viðkomandi vörusíðu í netverslun Mi búðarinnar, á kassanum utanum skynjarann en einnig stendur heiti rafhlöðunnar á rafhlöðunni sjálfri. 

Já, í Aqara forritinu er hægt að deila einstaka tækjum eða skynjurum sem og heilum öryggiskerfum. Í Aqara forritinu er farið í “Profile” -> “Home management” -> “My Home” -> “Invite”. Þá getur viðkomandi fylgst með kerfinu í eigin síma. 

Uppsetning á Aqara stjórnstöð

Skref 1.

Frá upphafsskjá Aqara Home er farið efst í hægra hornið og ýtt á plúsmerkið. Smellt á "Add Accessory"

Skref 2.

Ýtt er á viðeigandi stjórnstöð. Núna erum við að tengja Aqara Hub M1S.

Skref 3.

Fylgt viðeigandi leiðbeiningum úr appinu, í þessu tilviki höldum við inni "reset" takka stjórnstöðvarinnar í u.þ.b 10 sekúndur þangað til gult ljós blikkar, því næst er hakað við "confirmed the above operation" og farið í næsta skref.

Skref 4.

Skannað fyrir stjórnstöðvum, þegar stjórnstöðin birtist í listanum er smellt á hnappinn.

Skref 5.

Núna tengjum við stjórnstöðina við netið. Athugið að margar stjórnstöðvar styðja eingöngu tengingu við 2.4Ghz netið. Þegar rétt net hefur verið valið er lykilorð viðkomandi nets sett inn og ýtt á next step.

Skref 6.

Stjórnstöðin gefur frá sér falskt net svo að hægt sé að tengja stjórnstöðina við appið, ýtt er á "Connect"

Skref 7.

Til hamingju! Nú er stjórnstöðin tengd við Aqara appið, hér getur þú endurskýrt stjórnstöðina ef þú vilt.

Aqara stjórnstöðvar

Stjórnstöðvar

2 Videos

Skynjarar

1 Videos
Stjórnstöðvar

Aqara Byrjendapakki

1x M1S Gen 2 Stjórnstöð
2x Lekaskynjari
1x Hita- og rakaskynjari

Pakki fyrir stærri bústaði

1x M1S Gen 2 stjórnstöð
3x Lekaskynjari
2x Hita- og rakaskynjari
3x Hurða- og gluggaskynjari
2x Hreyfiskynjari
1x Snjallinnstunga

Myndavélapakkinn

1x G2H Pro myndavél m. stjórnstöð, 1x Camera E1 öryggismyndavél, 1x Hita- og rakaskynjari, 1x Hreyfiskynjari, 1x Hurða- og gluggaskynjari

Stærri Myndavélapakkinn

1x G3 myndavél m. stjórnstöð, 2x Camera E1 öryggismyndavél, 2x Hita- og rakaskynjari, 2x Hreyfiskynjari, 3x Hurða- og gluggaskynjari

Gardínupakkinn

1x M1S (Gen 2) stjórnstöð, 4x Rúllugardínumótor, 4x Hreyfiskynjari

Ofnstillapakkinn

1x M1S (Gen 2) stjórnstöð, 4x Ofnstillir, 4x Hita- og rakaskynjari