Fyrirtækjaþjónusta – Skilmálar

Skilmálar fyrirtækjaþjónustu Mi búðarinnar

Almennt

Greiðsluskilmálar miðast við úttektir líðandi mánaðar og greiðslu 15 dögum eftir lok mánaðar. Viðskiptareikning ber að halda í skilum.

Einungis lögaðilar geta sótt um reikningsviðskipti hjá Mi búðinni

Hægt er að sækja um reikningsviðskipti á www.mii.is/b2b.

Mi búðin áskilur sér rétt til að hafna umsóknum án rökstuðnings.

Viðskiptaskilmálar geta breyst eða fallið niður án fyrirvara.

Fullnægjandi tilkynning á nýjum viðskiptaskilmálum telst vera: almennur tölvupóstur og/eða birting á heimasíðu Mi búðarinnar.

Mi búðin getur lokað viðskiptareikningi vegna vanskila eða misnotkunar án fyrirvara á hvaða tímapunkti sem er.

Skilmálar

Tímabil miðast við líðandi mánuð.

Gjalddagi er síðasti dagur úttektarmánaðar og eindagi 15 dögum eftir lok tímabils.

Ef greiðsla dregst bætast dráttarvextir við reikningsupphæðina frá gjalddaga.

Innheimtukostnaður bætist við ef um verulegan greiðsludrátt er að ræða.

Eftir 15 daga greiðsludrátt fer krafa í milliinnheimtu og eftir 50 daga í löginnheimtu.

Viðskiptareikningur er bundinn við ákveðna hámarksfjárhæð. Ákvörðun hámarksfjárhæð úttektar viðskiptamanns skal ákveðin af Mi búðinni í samráði við viðskiptamann.

Ábyrgðir

Mi búðinni er heimilt að leita allra upplýsinga sem fyrirtækið telur nauðsynlegar til að afgreiða umsókn viðskiptamanns svo sem upplýsingar frá Creditinfo og frá viðskiptabönkum.

Viðskiptamenn Mi búðarinnar heimila með umsókn sinni allar tilkynningar um vanskil sem hafa varið lengur en 40 daga til Lánstrausts hf.

Mi búðin kann að fara fram á ábyrgðir sem Mi búðin telur nauðsynlegar fyrir skilvísum greiðslum úttekta. Þær geta verið í formi sjálfskuldarábyrgðar og/eða bankaábyrgðar.

Viðskiptamaður er ábyrgur fyrir öllum og skuldbindur sig til að greiða úttektir eins og þær birtast á sölunótum sem staðfestar hafa verið við kaup.

Form reikningsviðskipta

Hægt er að kaupa vörur út í reikning með tvennum hætti:

1. Skráðir úttektaraðilar: Viðskiptamaður skilgreinir úttektaraðila sem mega taka út vörur hjá Mi búðinni. Úttektaraðilar eru krafðir um skilríki við úttekt.
2. Beiðnir: Viðskiptamaður framvísar formlegri númeraðri beiðni fyrir reikningsviðskiptum. Mi búðin fer fram á skilríki úttektaraðila. Misnotkun á beiðnabókum viðskiptamanns er að fullu á hans ábyrgð. Ef grunur leikur á að stolnar beiðnir séu í umferð mælir Mi búðin með að loka viðskiptareikning.

Persónuupplýsingar

Með því að sækja um viðskiptareikning og staðfesta skilmála Mi búðarinnar heimilar umsækjandi Mi búðinni að nota allar skráðar upplýsingar, þ.m.t. tölvupóstfang, símanúmer og almennar upplýsingar úr þjóðskrá, til að unnt sé að veita umbeðna þjónustu. Umsækjandi veitir einnig Mi búðinni samþykki fyrir að vinna með upplýsingar um kaup hans á vörum og þjónustu Mi búðarinnar til markaðssetningar og almannatengsla fyrir Mi búðina. Umsækjandi getur afturkallað samþykki sitt með því að senda póst á netfangið: mii@mii.is. Nánari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga er að finna í persónuverndarstefnu Mi búðarinnar. Upplýsingar um viðskiptamann eru varðveittar meðan viðskiptahagsmunir Mi búðarinnar krefjast þess. Allir vinnsluaðilar Mi búðarinnar og aðilar sem Mi búðin velur til samstarfs hafa undirritað viðeigandi trúnaðaryfirlýsingu og vinnslusamning í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga.

Tengiliðir og aðstoð

Hreyfingaryfirlit, skráning úttektaraðila, afrit af reikningum, úttektarheimildir og önnur þjónusta viðskiptareikninga er framkvæmd af Mi búðinni. Viðskiptamenn geta haft samband við bokhald@mii.is og óskað eftir þjónustu þar.

Mál sem rísa út af túlkun og efni þessara skilmála, svo og innheimtumál vegna úttekta, er heimilt að reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Skilmálar

Mi búðin

Mii ehf.
Kt. 670417-0850
Ármúli 21
108 Reykjavík
Sími 537-1800
Netfang mii@mii.is 

 

Mi búðin áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

 

Afhending vöru

Allar pantanir sem berast fyrir klukkan 13:00 á virkum degi fara samdægurs í afhendingarferli. Viðskiptavinum er einnig velkomið að sækja pantanir í Mi búðina, Ármúla 21. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Mi búðin ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Mi búðinni til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Verð á vöru og sendingarkostnaður

Öll verð í vefverslun Mi búðarinnar eru með inniföldum 24% vsk, fyrir utan vörur sem eru undanþegnar virðisauka eins og rafmagnsfarartæki. Enginn sendingarkostnaður bætist við þegar verslað er fyrir 15.000 kr eða meira, fyrir pantanir undir 15.000 kr bætist sendingarkostnaður við í greiðsluferlinu. Hægt er að sækja pantanir í Mi búðina, Ármúla 21 og bætist þá enginn auka kostnaður við.

Að skipta og skila vöru

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður gefin út inneignarnóta eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðir Mi búðin allan sendingarkostnað sem um ræðir, eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000, laga um neytendakaup og laga um lausafjárkaup.

Trúnaður (Öryggisskilmálar)

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Privacy policy All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.

Eyðing persónuupplýsinga

Viðskiptavinir geta óskað eftir því að persónulegum gögnum (heimilisfang, viðskiptasaga, símanúmer o.sfv) sé eytt úr gagnagrunnum Mi búðarinnar. Mi búðin ábyrgist ekki upplýsingar sem önnur fyrirtæki og þjónustuaðilar eins og t.d. Íslandspóstur og greiðsluþjónustur safna í tengslum við viðskiptin.

Eignarréttur

Seldar vörur teljast eign seljanda þar til kaupverð hefur verið greitt að fullu.
Reikningsviðskipti eða önnur lánaform afnema ekki eignarétt seljanda fyrr en full greiðsla hefur borist.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness
Governing law / Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.