Mi á Íslandi

Mii ehf er viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili snjalltækjaframleiðandans Xiaomi á Íslandi ásamt því að starfrækja eina viðurkennda verkstæði Xiaomi hérlendis. 
Verslun Mi er í Ármúla 21. Einnig er verkstæði Mi í Ármúla 21 og er gengið inn að Vestanverðu. 

Einkennisorð Mi er fáðu meira fyrir minna, því það á svo sannarlega við.

  • Opnunartími

  • Mánudagur 10:00 - 18:00
  • Þriðjudagur 10:00 - 18:00
  • Miðvikudagur 10:00 - 18:00
  • Fimmtudagur 10:00 - 18:00
  • Föstudagur 10:00 - 18:00
  • Laugardagur 12:00 - 16:00
  • Sunnudagur Lokað

Þú finnur okkur hér

Sagan

01 Apr 2010
01 Apr 2010

Xiaomi stofnað með Lei Jun í fararbroddi

Fyrirtækið var stofnað í apríl árið 2010 af Lei Jun ásamt sex öðrum, þeirra á meðal var fyrrum forstjóri Google í Kína. Fyrir þann tíma hafði Lei Jun komið víða til sögu í kínversku viðskiptalífi. Lei Jun fannst að hágæða raftæki þyrftu ekki að vera rándýr og með því varð hugmyndin af Xiaomi til.

Meira um stofnun Xiaomi
17 Aug 2011
17 Aug 2011

Fyrsti síminn!

Fyrsti snjallsími Xiaomi, Mi 1 er kynntur til leiks samhliða MIUI hugbúnaði Mi. 

2011 - 2014
2011 - 2014

Ör vöxtur

Aðeins þremur árum eftir útgáfu Mi 1 varð Xiaomi þriðji stærsti farsímaframleiði heims. Frá árinu 2014 hefur Xiaomi verið meðal fimm stærstu farsímaframleiðendum heimsins og sá stærsti í Asíu. 

2014
2014

Út fyrir landsteinana

Árið 2014 hóf Xiaomi að selja vörurnar sínar í fyrsta skipti formlega út fyrir Kína. Fyrstu lönd voru á meðal Singapore, Malasía, Filippseyjar og Indland.

2014
2014

Guinness Book of Records

Xiaom fagnaði fimm ára afmæli sínu með tilboðum á mi.com. Á aðeins tveimur klukkutímum seldust 2.112.010 símar og fór fyrirtækið þar með í heimsmetabækur Guinnes!

2016
2016

Evrópa og fyrstu verslanirnar

Árið 2016 kom Xiaomi til Evrópu og það með látum. Á sama tíma opnar Xiaomi sínar fyrstu verslanir í Asíu og yfir 200 verslanir bara í Kína!

2017
2017

Xiaomi kemur til Norðurlanda

Eftir hraðan vöxt á undanförnum árum og aukna eftirspurn í Evrópu hefst starsfsemi Xiaomi á Norðurlöndunum og í kjölfarið hefst starfsemi Mi á Íslandi.

Nánar um Mi Iceland

Xiaomi

Fyrir þá sem ekki þekkja til Xiaomi, einnig þekkt sem einfaldlega Mi, er það kínverskt fyrirtæki sem stofnað var árið 2010 með Lei Jun í fararbroddi. Fyrir þann tíma hafði Lei Jun komið víða við í kínversku viðskiptalífi en honum fannst að hágæða raftæki þyrftu ekki að vera rándýr og með því varð hugmyndin af Xiaomi til.

Þó Xiaomi sé tiltölulega nýtt fyrirtæki þá hefur það skipað sér sterkan sess í tækniheiminum með áreiðanlegum tækjum á góðu verði. Sem dæmi kom þeirra fyrsti sími út árið 2011 og aðeins þremur árum síðar voru þeir orðnir 3. stærstu farsímaframleiðendur í heimi. Frá árinu 2014 hefur Xiaomi verið einn af fimm stærstu farsímaframleiðendur í heiminum og sá stærsti í Asíu.

Vöruúrval Xiaomi er fjölbreytt, allt frá talstöðvum yfir í snjallsíma, lítil heyrnartól yfir í stórt heimabíó, spjaldtölvur yfir í flatskjái og allt þar á milli. Xiaomi er einnig leiðandi í hugbúnaðargerð og þróar meðal annars fjölda smáforrita fyrir síma.

Markmið Xiaomi er einfalt: Bjóða meiri gæði á lægra verði.

Fyrir nánari upplýsingar um Xiaomi, smelltu hér.

Til þess að skoða heimasíðu Xiaomi, smelltu hér.