Search
Search

Aqara Cube T1 Pro snjallteningur

4.990 kr.

Aqara Cube T1 Pro er bráðsnjöll og skemmtileg leið til að stjórna snjallgræjum heimilisins. Hægt er að forrita eftir eigin höfði ótal senur en t.d ef teningnum er snúið á hliðina þá kvikna ljósin og gardínan er dregin frá, svo þegar tengingnum er snúið tilbaka þá slökkna ljósin og gardínan er dregin fyrir. Til að nota snjallteninginn þarf Aqara Zigbee 3.0 stjórnstöð.

  • CR2450 rafhlaða dugar í rúm 2 ár
  • Samtengjanlegt við HomeKit, Alexa og IFTT
  • Matter stuðningur kemur með OTA uppfærslu
  • Þyngd: 76gr
  • Stærð: 45x45x45mm

Á lager

Vörunúmer: CTP-R01

Cube T1 Pro
snjallteningur

Einföld og sniðug leið til að stjórna snjalltækjum heimilisins

Styður fjölda snjallumhverfa

T1 Pro snjallteningurinn er hægt að nota sem HomeKit fjarstýringu ásamt því að styðja við Alexa, IFTTT og önnur snjallumhverfi.

Senustýring

Hægt er að láta mismunandi senur fara í gang eftir því hvaða hlið teningsins snýr upp. Eftir mínútu án hreyfingar er hægt að snúa, hrista og halda teningnum fyrir ennþá fleiri stýringar.

Aðgerðarstýring

Hægt er að hafa aðgerðarstýringu eins og upprunalegi snjallteningurinn var. Hægt er að ýta, hrista, snúa, tvíklikka, snúa 180° eða snúa 90° til að stýra aðgerðum.

Tilbúið í framtíðina

Snjallteningurinn styður OTA uppfærslur sem þýðir að snjallteningurinn er uppfæranlegur þegar fram koma nýjir fítusar.

Allt að 2 ára rafhlöðuending

Rafhlaðan endist og endist þökk sé orkusparandi tækni, þegar að því kemur er skipt um CR2450 hnapparafhlöðu.

Snúa til að stjórna

Hægt er að stjórna birtustigi**, hitastigi eða opnun á gardínum með því að snúa snjallteningnum.

*Þarf að tengjast við Aqara stjórnstöð með Zigbee 3.0
**Samhæfanleg Aqara ljós nauðsynleg

Samhæfanlegt við fjölda forrita

Samhæfanlegt við fjölda snjallumhverfa til að auðvelda lífið. Styður tengingu við Apple HomeKit, Alexa og IFTTT. Matter stuðningur mun koma með uppfærslu

Aqara Home

Apple HomeKit

Alexa

IFTTT

Stuðningur við fjölda snjallumhverfa leyfir snjallteningnum að stjórna langflestum tækjum frá þriðja aðila

*Matter stuðningur kemur með OTA uppfærslu
**Í HomeKit er snjallteningurinn skilgreindur sem þráðlaus hnappur með 6 tökkum (Hnappur fyrir hverja hlið teningsins)
***Með Alexa er snjallteningurinn skilgreindur sem 6 hreyfiskynjarar, þegar hann er lagður á hliðina virkjast samsvarandi hreyfiskynjarinn

Dæmi um senustýringu

Góðann daginn senan

Hlið 1 er snúið upp, við það afvirkjast öryggiskerfið, gardínurnar opnast og kaffivélin fer í gang.

Bíókvöldasenan

Hlið 3 er snúið upp, við það dimma loftljósin og LED borðinn kveikir á sér

Dæmi um aðgerðarstýringu

Aðgerðarstýringin er einfaldari útgáfa af stýringu miðað við senustýringuna. Aðgerðarstýringin virkar eins og upprunalegi snjallteningurinn og skiptir þá ekki máli hvaða hlið teningsins snýr upp. 

Snúa til að dimma ljós

Snjallteningnum er snúið á sömu hlið til að dimma/birta ljósin.

Tvíklikk

Tvíklikkað á teninginn til að opna/loka gardínunum.