Search
Search

BeaverLAB Darwin M1B snjöll smásjá með standi

19.990 kr.

  • Snjöll smásjá frá BeaverLAB
  • Tengist með Wi-Fi í síma, spjaldtölvur eða skjái
  • 400x stækkun
  • Endurhlaðanleg með USB-C snúru
  • Kemur með smásjáarstandi og 10x tilbúnum glerjum

Ekki til á lager

Fá tölvupóst þegar vara kemur á lager

Vörunúmer: M1B

Þráðlaus og snjöll smásjá

BeaverLAB smásjáin gerir okkur kleift að sjá umheiminn í minnstu smáatriðum, bæði til lærdóms og leiks. Smásjáin tengist við snjallsíma, spjaldtölvu, fartölvu eða sjónvarp með WiFi og þar er hægt að sjá hluti í allt að 400x stækkun, allt í rauntíma. Smásjánna er hægt að taka úr standinum og rafhlaða dugar í allt að 2 klukkustundir, eftir 30 mínútna hleðslu er hún svo tilbúin strax aftur í slaginn. Þegar smásjánni er komið fyrir í standinum er svo hægt að skoða hlutina með meiri nákvæmni, stöðugleika og breytilegri baklýsingu með lit.

Smásjáin er ekki eins og við þekkjum þær frá skól- eða tilraunastofum. Í staðinn fyrir að gægjast í gegnum sjálft tækið og sjá aðeins með öðru auganu tengist smásjáin með WiFi við alla skjái sem það styðja. Þá geta fleiri skoðað í einu, á þægilegri máta.