Imilab C22 Wi-Fi 6 öryggismyndavél

10.990 kr.

  • 2880×1620, 5MP upplausn. F2.0 ljósop
  • IR nætursjón, hreyfiskynjari, hljóðnemi og hátalari fyrir tvíhliða samtöl
  • Gervigreind eltir hreyfingu
  • Wi-Fi 6 stuðningur
  • Hægt að snúa 360° til hliðar og færa linsu upp og niður
  • Hægt að vista upptökur á allt að 64GB SD korti eða skýjaþjónustu

Á lager

Síminn Pay Léttkaup
kr
Greiða eftir 14 daga

14 daga greiðslufrestur er í boði fyrir þessa vöru.

Smelltu hér til skoða verðskrá Síminn Pay.

Vörunúmer: 313269 Flokkar: , , Brand:

Lýsing

C22 öryggismyndavél

360° öryggismyndavél með Wi-Fi 6 stuðningi fyrir heimili, skrifstofur og bústaði

3K upplausn | 5MP | 360° hreyfigeta | Infrarauð nætursjón | Eltir hreyfingu | Gervigreind skynjar manneskjur | Tvíhliða samtöl

imilab c22 sv-rt öryggismyndavél með hreyfiskynjara

Há upplausn sýnir meiri og skarpari smáatriði

Imilab C22 öryggismyndavélin er með 5MP linsu sem skilar upplausn 2880×1620 eða 3K. Það tryggir að fleiri smáatriði sjáist og allt verður þeim mun skarpara. Linsan minnkar einnig truflun frá ljósi og upptakan verður þar af leiðandi líflíkari. Í gegnum Xiaomi Home appið er hægt að snúa myndavélinn 360° til hliðanna og einnig upp og niður svo hægt er að vakta allt rýmið.

imilab c22 sv-rt öryggismyndavél með hreyfiskynjara
imilab c22 sv-rt öryggismyndavél með hreyfiskynjara

Sofðu rótt með öryggið á oddinum

C22 er með 850nm infrarauðri nætursjón. Vélin sér einstaklega vel í lágum birtuskilyrðum og gefur ekki frá sér ljós sem gæti truflað værann svefn.

Wi-Fi 6 stuðningur

C22 er með þeim fyrstu innimyndavélum sem hafa stuðning við Wi-Fi 6 staðalinn. Wi-Fi 6 skilar allt að 30% meiri hraða miðað við Wi-Fi 5 og því er vélin sneggri að hlaða upp rauntímaupptöku og með minni truflunum.

imilab c22 sv-rt öryggismyndavél með hreyfiskynjara
imilab c22 sv-rt öryggismyndavél með hreyfiskynjara

Öflug gervigreind

C22 er með uppfærðu gervigreindar reikniriti. Gervigreindin er betur í stakk búin að greina hreyfingar og mannaferðir og senda tilkynningar í síma. Gervigreindin sér einnig til þess að sía út óþarfa tilkynningar. Hægt er að stilla myndavélina þannig að hún elti hreyfingar. C22 getur einnig sent tilkynningar þegar óeðlilegt hljóð greinist eða þegar einhver fer inná fyrirfram greint hættusvæði, t.d barn að fara nálægt eldavél.

Tvíhliða samtöl í rauntíma

Með Xiaomi Home appinu er hægt að hefja tvíhliða samtal í rauntíma þökk sé innbyggðum míkrófón og hátalara í myndavélinni. Myndavélin síar út óþarfa læti og betrumbætir raddir fyrir skýrari samtöl.

imilab c22 sv-rt öryggismyndavél með hreyfiskynjara
imilab c22 sv-rt öryggismyndavél með hreyfiskynjara

Staðbundin geymsla + skýjageymsla = meira öryggi

Hægt er að setja SD kort í myndavélina sem vistar upptökur þegar hreyfing er skynjuð eða látið hana taka upp á ákveðnum tímum, Myndavélin tekur allt að 64GB SD kort. Í gegnum Xiaomi Home appið er hægt að fá áskrift að skýjaþjónustu sem geymir upptökur.

imilab c22 sv-rt öryggismyndavél með hreyfiskynjara

Skýjageymsla

Geymir upptökur á skýinu í gegnum áskrift

imilab c22 sv-rt öryggismyndavél með hreyfiskynjara

SD kort

Staðbundið SD kort geymir allt að 5 daga af upptöku áður en hún yfirskrifar elstu upptökurnar

Upp eða niður, þitt er valið!

Styður hefðbundna og öfuga festingu. Myndavélina er hægt að hengja í loft eða einfaldlega leyfa henni að sitja á borði. Myndavélinni fylgir festing sem er auðvelt að skrúfa í loft. Til að snúa myndinni við þarf bara að snúa skjánum í stillingum myndavélarinnar.
imilab c22 sv-rt öryggismyndavél með hreyfiskynjara
imilab c22 sv-rt öryggismyndavél með hreyfiskynjara

Einföld uppsetning í þremur skrefum

Xiaomi Smart Camera C400 öryggismyndavél tákn 3

Náðu í Xiaomi Home appið og stofnaðu aðgang/skráðu þig inn

Xiaomi Smart Camera C400 öryggismyndavél tákn 2

Tengdu myndavélina í rafmagn og bíddu eftir að það komi appelsínugult ljós hjá linsunni

Xiaomi Smart Camera C400 öryggismyndavél tákn 1

Ýttu á plúsinn (+) í efra hægra horninu og leitaðu að Imilab C22, fylgdu leiðbeiningum í appinu og vélin verður tilbúin til notkunar

imilab c22 sv-rt öryggismyndavél með hreyfiskynjara
Engin tæknilýsing skráð