Search
Search

Imilab Doorbell snjalldyrabjalla

24.990 kr.

  • IP66 vatns- og rykvarin
  • Auðveld í uppsetningu og gengur fyrir rafhlöðu
  • Tvíhliða samtöl, getur talað í síma og það berst í dyrabjölluna
  • Prufuáskrift að skýjageymslu fylgir í 3 mánuði
  • Hægt að setja 64GB SD kort fyrir 24/7 upptökur
  • PIR skynjari og gervigreind greinir manneskjur og sendir tilkynningar
  • 150° gráðu sjónsvið, 2.5K upplausn, nætursjón

Á lager

Vörunúmer: 310831

snjalldyrabjalla

2.5K upplausn | 6P linsa | 150° snjónsvið | Nætursjón | Rafhlöðuknúin | Gervigreind skynjar manneskjur | Tvíhliða samtöl | IP66 vatns- og rykvarin | Wi-Fi magnari 

Helstu eiginleikar

Há upplausn sýnir meiri og skarpari smáatriði

Imilab snjalldyrabjallan er með 6P linsu og 2.5K upplausn. Það tryggir að fleiri smáatriði sjáist og allt verður þeim mun skarpara. Linsan minnkar einnig truflun frá ljósi og upptakan verður þar af leiðandi líflíkari. Myndavélin sér 150° til hliðanna svo að fátt fer framhjá henni.

Öflug gervigreind minnkar líkur á fölskum tilkynningum

Fáðu að vita fljótt og örugglega hvað er að gerast við útidyrahurðina þína með hjálp innbyggðrar gervigreindar og PIR skynjara.

1.

PIR skynjari greinir hreyfingu

2.

Gervigreind staðfestir boðflennu

3.

Tilkynning berst í síma

Í gegnum Imilab Home appið getur þú afmarkað svæði sem þú vilt að sé vaktað og fengið eingöngu tilkynningar þegar hreyfing er numin á því tiltekna svæði.

Stilltu dyrabjölluna eftir þínu höfði hvað varðar hreyfiskynjun og upptökur. Hægt er að stilla hversu lengi þarf að vera numin hreyfing áður en byrjað er að taka upp (0, 5, 10, 15 eða 20 sekúndur) eða slökkva alveg á upptökum við hreyfingu. 

Auðveld uppsetning

Uppsetningin á Imilab snjalldyrabjöllunni tekur einungis nokkar mínútur. Með einföldu skrúfjárni er hægt að koma dyrabjöllunni fyrir hjá útidyrahurðinni algjörlega þráðlaust.

Magnar líka upp þráðlausa netið!

Stjórnstöðin fyrir dyrabjölluna er ekki bara einfaldur móttakari og hljóðgjafi bjöllunnar en stjórnstöðin magnar einnig upp þráðlausa netsambandið á svæðinu.

Tvíhliða samtöl í rauntíma

Með Imilab Home appinu er hægt að hefja tvíhliða samtal í rauntíma þökk sé innbyggðum míkrófón og hátalara í myndavélinni. Myndavélin síar út óþarfa læti og betrumbætir raddir fyrir skýrari samtöl.

Staðbundin geymsla + skýjageymsla = meira öryggi

Hægt er að setja SD kort í stjórnstöð dyrabjöllunnar sem vistar upptökur þegar hreyfing er skynjuð eða látið hana taka upp á ákveðnum tímum, Stjórnstöðin tekur allt að 64GB SD kort. Í gegnum Imilab Home appið er hægt að fá áskrift að skýjaþjónustu sem geymir upptökur.

Skýjageymsla

Geymir upptökur á skýinu í gegnum áskrift

SD kort

Staðbundið SD kort geymir allt að 5 daga af upptöku áður en hún yfirskrifar elstu upptökurnar

Fleiri skemmtilegir eiginleikar

Veldu mismunandi dingl á dyrabjöllunni

Snjöll þjófavörn

Hægt að nota með Google Home og Amazon Alexa