Search
Search

Monimoto 7 GPS staðsetningartæki

29.990 kr.

  • Staðsetningartæki og FOB lykill
  • Gengur fyrir 2x rafhlöðum, dugar í allt að 12 mánuði
  • MoniMoto appið sýnir GPS staðsetningu tækisins og rafhlöðustöðu
  • Innbyggt eSIM tengist sjálfkrafa við 2G/3G/LTE farsímanet
    • 2 mánuðir af frírri áskrift, hægt að endurnýja árlega eftir það í appinu
  • Símhringing ef staðsetningartæki er hreyft og FOB lykill er ekki nálægt

Aðeins 2 eftir á lager

Vörunúmer: MM7E1

MoniMoto 7 GPS staðsetningartæki

Njóttu ferðarinnar á meðan staðsetningartækið sér um öryggið

Lítið viðhald

Gengur fyrir 2 rafhlöðum sem duga í allt að 12 mánuði

Auðveld uppsetning

Uppsetning tekur um 10 mínútur í MoniMoto appinu, aðgengilegt í iOS og Android

Þráðlaust

Engir vírar þýðir að þú getur komið tækinu fyrir hvar sem þjófar ná ekki til né sjá

Sendir nákvæma GPS staðsetningu

Þegar FOB lykillinn er ekki nálægt tækinu sendir það nákvæma GPS staðsetningu beint í appið

Sjálfvirk aflæsing og læsing

Þegar FOB lykillinn er nálægt afvirkjast þjófavörnin og virkjast sjálfkrafa þegar FOB lykilinn er ekki nálægt

Hringir í símann þinn

Innan við mínútu að hreyfing án FOB lykils er greind hringir staðsetningartækið í símann þinn og sýnir þér GPS staðsetningu

MoniMoto appið

GPS staðsetning

Monimoto appið sýnir þér GPS staðsetningu ef það er hreyft án návistar við FOB lykilinn. Þú færð einnig daglegar uppfærslur á staðsetningunni.

Rafhlöðustaða

Í appinu er hægt að sjá stöðuna á rafhlöðunni, appið lætur þig vita þegar rafhlaðan er að tæmast.

Alþjóðleg staðsetning og áskrift

MoniMoto er með innbyggt eSIM sem tengist við öll 2G, 3G og LTE farsímanet. Það fylgir frí 2 mánaða áskrift sem hægt er að endurnýja árlega í gegnum appið.

Hvernig nákvæmlega virkar þetta?

1. Staðsetningartækið

Lítið og nett staðsetningartæki sem er auðvelt að fela. Vatnsþolið tækið inniheldur hreyfiskynjara, GPS staðsetningartækni og tækni sem lætur þig vita ef verið er að eiga við hlutinn sem það er á.

2. FOB lykill

Nettur lykill sem notar RFID tækni til að virkja og afvirkja staðsetningartækið eftir því hvort það sé í návist tækisins eða ekki.

3. Appið

Appið lætur vita ef staðsetningartækið skynjar hreyfingu. Ef tækinu er stolið sýnir appið staðsetningu þess í rauntíma. Með því að vera með FOB lykilinn á sér afvirkjast þjófavörnin þegar lykilinn er nálægt staðsetningartækinu. Ef staðsetningartækið er hreyft þegar FOB lykilinn er ekki nálægt er hægt að sjá stöðugar uppfærslur á staðsetningu þess.