Search
Search

Ulefone Armor Pad 64GB 4G vinnuspjaldtölva

49.990 kr.

  • 8″ IPS LCD 1280×800 HD+ skjár
  • 4GB+64GB, hægt að setja 256GB microSD kort
  • MediaTek Helio G25 12nm
  • 7.650mAh rafhlaða, styður 18W USB-C hraðhleðslu
  • IP68/IP69K staðlar og MIL-STD-810H vottun
  • Styður 4G og símtöl

Á lager

Vörunúmer: 735229

Ulefone Armor Pad vinnuspjaldtalva

Ósigrandi vinnufélagi, hvar og hvenær sem er

Öflug rafhlaða endist og endist

Ekki hafa áhyggjur af því að rafhlaðan tæmist yfir daginn en rafhlaðan dugar í allt að 12 tíma við mest krefjandi aðstæðurnar og miklu lengur í venjulegri notkun.

Tvöfaldir stereo hátalarar

Tveir mismunandi hátalarar vinna í sameiningu til að mynda kröftugt stereo hljóð.

8" HD+ skjár

Kláraðu verkefnin með stæl í lófanum þínum með 8″ HD+ snertiskjá. Bjartur skjárinn er með upplausnina 1280×800 svo að allt birtist skírt og vel. Glerið er einnig einstaklega sterkbyggt og er tilvalið í krefjandi aðstæður innan- og utandyra.

Vertu alltaf í sambandi

Vertu alltaf í sambandi, hvar og hvenær sem er. Ulefone Armor Pad styður tvö SIM kort með 4G LTE, sem og 2.4GHz og 5GHz Wi-Fi samband. Innbyggt í Ulefone Armor Pad er einnig tenging við fjölda leiðsögukerfa, eins og GPS, GLONASS, Galileo og BeiDou. Bluetooth® 5.2 veitir tengingar við prentara, heyrnartól, bíla og fleira.

Kröftugur MediaTek 8-kjarna örgjörvi

Ulefone Armor Pad er keyrður áfram af 2.0GHz MediaTek Helio G25 örgjörva með 4GB af vinnsluminni. Spjaldtalvan ræður auðveldlega við flestöll forrit, opna vinnuskrár, vafra á netinu og skipta snurðulaust á milli forrita.

Geymir allt að 320GB

Ulefone Armor Pad er með innbyggt 64GB geymslupláss. Hægt er að bæta við microSD korti allt að 256GB að stærð og verður heildargeymslupláss spjaldtölvunnar því 320GB.

13MP aðalmyndavél, 5MP selfie myndavél

Ulefone Armor Pad auðveldar þér að taka góðar myndir á fljótlegan hátt með 13MP aðalmyndavél sem getur tekið myndbönd í 1080P gæðum. 5MP selfie myndavél hentar vel í myndbandssímtöl. 

Þægilegri og einfaldari notendaupplifun

Ulefone Armor Pad spjaldtalvan kemur uppsett með Android 12 stýrikerfinu. Engar auglýsingar, uppblástur eða fyrirfram uppsett forrit, bara hreint og þægilegt Android stýrikerfi.

Veldu þér þínar flýtileiðir

Á hlið spjaldtölvunnar er forritanlegur aðgerðarhnappur sem er stillanlegur eftir þínu höfði. Smelltu á hnappinn eða haltu honum inni til að snögglega opna það sem þú notar mest. 

uSmart tengill

Ulefone Armor Pad styður að sjálfsögðu við uSmart tengilinn. uSmart aukahlutirnir eru einstaklega sniðugir og sérhæfðir fyrir margvíslega notkun. uSmart aukahlutir eru seldir sér en hægt er að fá borsjá (e. endoscope), nætursjónsmyndavél (tengist með USB-C) og smásjá sem stækkar myndir allt að 1000x.