Lýsing
Nútímaleg hönnun
Lauflétt og þunn Ulefone Tab A7 er hönnuð fyrir þann sem er alltaf á ferðinni.
Málmbakhliðin gefur henni nútímalega ásýnd og fer hún vel í hendi.
Kraftmikil og glæsileg spjaldtölva.

Ulefone Tab A7 er knúin áfram af öflugum átta kjarna örgjörva sem nýtir átta ARM Cortex-A55 kjarna til að gefa notandanum hraðari og betri upplifun.
Öflugur örgjörvi Ulefone Tab A7 í samvinnu með 4GB vinnsluminni gerir þér kleift að vinna í mörgum forritum í einu og skipta hratt og örugglega á milli. Með 64GB innra geymsluplássi er lítil þörf á að vera alltaf að eyða gögnum og að auki styður vélin allt að 128GB stækkun með gagnakorti.
10.1″ FHD Snertiskjár
Ulefone Tab A7 er búin 10.1 tommu FHD IPS skjá sem tryggir að það fer ekkert fram hjá þér, hvort sem þú er að spila leiki eða horfa á uppáhalds sjónvarpsefnið þitt.
Innbyggð bláljósasía
Ulefone Tab A7 kemur með bláljósasíu (blue-light filter) sem dregur úr álagi á augun frá skaðlegum bláljósum (blue-light) og gerir þar af leiðandi Tab A7 þægilegri í notkun.
13MP bakmyndavél
13MP myndavél á bakhlið Ulefone Tab A7 sér til þess að þú getur fangað öll þín uppáhalds augnablik.

5MP frammyndavél
5MP frammyndavél gerir þér kleift að taka góðar sjálfur og tala við vini og vandamenn í gegnum myndsímtal. Einnig styður Ulefone Tab A7 andlitsskönnun til að aflæsa spjaldtölvunni.
Risastór 7680mAh Rafhlaða
Risastór rafhlaða gerir þér kleift að njóta þess að horfa á myndband eða spila leiki áhyggjulaus um að þú sért að verða straumlaus.
Spjaldtölvan styður allt að 9 tíma áhorf á myndbönd, 30 tíma í símtölum og 450 tíma á biðham.
