Search
Search

Xgimi MoGo 2 Pro skjávarpi

119.990 kr.

  • 400 ISO lumens (≈500 ANSI lumens)
  • FHD 1920 x 1080 upplausn
  • 40″ – 200″ skjástærð, 1.2:1 kasthlutfall
  • DLP led lampi, 25.000klst líftími
  • Type-C tengi, hægt að tengja við hleðslubanka (65W eða yfir)
  • 2x 8W innbyggðir hátalarar
  • AndroidTV™ 11.0, innbyggt Chromecast
  • Tengi: Type-C, USB, HDMI 2.0, AUX 3.5mm
  • Dual-Band WiFi, Bluetooth 5.0
  • Stærð og þyngd:
    • 161x119x108mm
    • 1.1kg

Á lager

Vörunúmer: 252294

XGIMI MoGo 2 Pro

Bíóhúsa upplifun hvert sem þú ferð

40" - 200" skjástærð
Skemmtileg upplifun fyrir börnin
Heimabíó hvar sem þú ert
Previous slide
Next slide

Gríptu gleðina með þér

Gríptu Mogo 2 Pro skjávarpann með þér hvert sem þú ferð. Skjávarpinn vegur einungis 1.1kg og er einstaklegu nettur og meðfærilegur í sniðum. Hægt er að keyra skjávarpann áfram af hleðslubanka í gegnum Type-C tengið með hleðslubanka yfir 65W kraft.

Bjartur, nákvæmur og smágerður

Þrátt fyrir að vera smágerður í hönnun þá gefur MoGo 2 Pro ekkert eftir þegar kemur að birtustigi og upplausn. MoGo 2 Pro skarar framúr í sínum stærðarflokki og við 120″ stærð á myndefni er birtan 400 ISO lumens.

Mögnuð litanákvæmni

Litanákvæmni skiptir ótrúlega miklu máli þegar kemur að því að horfa á bíómyndir og þætti með sem bestum hætti. MoGo 2 Pro skjávarpinn notar D65 litahitastigið og DCI-P3 litasviðið til að skila sem nákvæmustu mynd hverju sinni.

Alveg eins og í Hollywood

D65 litahitastigið er staðall í stærstu Hollywood myndunum. MoGo 2 Pro notar þann staðal til að birta myndefnið nákvæmlega eins og því var ætlað.

Sönn litaleiðrétting

90% DCI-P3 litasvið MoGo 2 Pro sér til þess að myndin birtist líkt og ætlað er. Minna litasvið þýðir að litir myndu blandast í meira mæli saman en með DCI-P3 aðskiljast litirnir betur og myndin verður raunverulegri.

ISA 2.0: Leiðandi myndleiðrétting

MoGo 2 Pro er einstaklega hæfur í að aðlaga sig eftir umhverfinu. Sérhannaður 3D ToF skanni hjálpar MoGo 2 Pro til þess að leiðrétta myndina sem hann varpar á augnabliki, hvort sem það er horn- eða hindrunarleiðrétting.

Kröftugt hljóðkerfi

MoGo 2 Pro er með tvo innbyggða 8W hátalara sem eru samþættanlegir með Dolby Audio. Tveir kröftugir hátalarar mynda stereo hljóð sem veitir magnaða innlifun í íþróttirnar eða bíómyndina. 

Fjórar frábærar hljóðstillingar

Hægt er að velja úr fjórum faglega forstilltum hljóðstillingum eftir því hvaða tilefni og aðstæður eru fyrir hendi.

Tónlistarhlustun

Íþróttastilling

Kvikmyndastilling

Fréttastilling

Endalaus afþreying með AndroidTV™ 11.0

Í gegnum Google Play Store getur þú sótt þúsundir forrita eins og YouTube, Disney+, Prime, Plex, Sjónvarp Símans og NovaTV svo fátt eitt sé nefnt. Ath. að eins og er styður Netflix ekki við skjávarpa og því er ekki hægt að sækja Netflix beint í skjávarpann. Til að horfa á Netflix er hægt að tengja margmiðlunarspilara eins og Mi Box við skjávarpann. MoGo 2 Pro er einnig með innbygðu Chromecast þannig að þú getur varpað beint úr uppáhalds snjalltækjunum þínum.

Previous slide
Next slide