- 1080P upplausn, F1.6 ljósop
- 120° víðlinsa
- Tekur allt að 256GB minniskort, stækkanleg skýjageymsla fylgir
- IR nætursjón, hreyfiskynjari, PIR human detection, hljóðnemi og hátalari
- IP65 vottun
- Hægt að taka time-lapse myndir
Lýsing
Xiaomi AW200 utandyra öryggismyndavél
Veðurvarin öryggismyndavél fyrir heimili, skrifstofur og bústaði
1080P upplausn | Heldur lit í myrkri, infrarauð nætursjón | Timelapse myndataka | Gervigreind skynjar manneskjur | IP65 vottun | Tvíhliða samtöl


Öryggismyndavél sem vaktar allt svæðið í góðri upplausn
AW200 nær að vakta stórt svæði en linsan á vélinni sér 120°. Myndavélin getur sent tilkynningar í síma þegar hreyfing er á sjónsviði myndavélarinnar. Upplausnin er 1920×1080 og með F1.6 ljósopi tryggir vélin að öll smáatriði verði skarpari og truflun frá ljósi helst í lágmarki svo að upptakan verði skýrari.

Lægri upplausnir

1080P upplausn frá AW200
Sofðu rótt með öryggið á oddinum
AW200 er með 940nm infrarauðri nætursjón. Vélin sér einstaklega vel í lágum birtuskilyrðum og gefur ekki frá sér ljós.


IP65 vottun, hægt að nota inni og úti
AW200 stenst íslenskar aðstæður vel með IP65 vottun. Í vélinni er einnig vatnsheldur míkrófónn og hátalari svo að hægt er að eiga tvíhliða samtöl í gegnum myndavélina. Það er hægt að nota hana inni jafnt sem úti.
Skoðaðu upptökur í rauntíma
Með því að tengja AW200 við önnur Google eða Alexa snjalltæki eins og Mi Smart Clock er hægt að sjá upptökur og rauntímastreymi á skjá vekjaraklukkunar. Einnig er hægt að nota raddstýringu til að slökkva og kveikja á vélinni.


Skynjar hreyfingu og sendir tilkynningar
AW200 er með uppfærðu gervigreindar reikniriti. Gervigreindin er betur í stakk búin að greina hreyfingar og mannaferðir og senda tilkynningar í síma. Gervigreindin sér einnig til þess að sía út óþarfa tilkynningar.
Staðbundin geymsla + skýjageymsla = meira öryggi
Hægt er að setja SD kort í myndavélina sem vistar upptökur þegar hreyfing er skynjuð. Myndavélin tekur allt að 256GB stórt SD kort. Eftir að myndavélin hefur verið tengd við Xiaomi Home appið vistast allt að 9 sekúndna myndbönd í allt að 3 mánuði í skýjageymslu. Ef þörf krefur er hægt að kaupa aðgang að stærri hýsingu með lengri upptökum í hvert sinn.

microSD kort
Allt að 256GB

Skýjageymsla
Ótakmörkuð geymsla
Upp eða niður, hingað og þangað, þitt er valið!



Timelapse myndataka
Með því að kveikja á timelapse myndatöku getur þú séð hvernig trén verða grænni á vorin, hvernig laufin verða gul og falla á haustin og hvernig snjórinn umlykur svæðið á veturnar.

Einföld uppsetning í þremur skrefum

Náðu í Xiaomi Home appið og stofnaðu aðgang/skráðu þig inn

Tengdu myndavélina í rafmagn og bíddu eftir að það komi appelsínugult ljós hjá linsunni

Ýttu á plúsinn (+) í efra hægra horninu og leitaðu að vélinni, fylgdu leiðbeiningum í appinu og vélin verður tilbúin til notkunar
Tengdar vörur
- 12.490 kr.
Aqara Hub er stjórnstöð fyrir snjallheimilið sem tengist öðrum tækjum í gegnum Zigbee, Aqara fylgihlutir geta þar að leiðandi virkað snurðulaust jafnvel þó að heimanetið þitt sé óstöðugt eða aftengt. Aqara Hub er stjórnstöð sem tengir saman snjallheimilis vörur heimilisins og hjálpar þeim að tala saman. Aqara Hub gerir þér…