Search
Search

Xiaomi Robot Vacuum Mop S10+ ryksuguvélmenni

89.990 kr.

  • Allt að 120 mínútna þriftími
  • 4.000 Pa sogkraftur
  • 450 ml rykhólf, 200ml vatnstankur
  • Tvær hringlaga skúringarmoppur snúast og þrýsta niður í gólf
  • 360° LDS skynjari kortleggur heimilið nákvæmlega
  • Myndavélakerfi að framan forðast aðskotahluti

Á lager

Vörunúmer: BHR6368EU

Robot Vacuum S10+ ryksuguvélmenni

Ryksugu- og skúringarvélmenni sem kortleggur heimilið á nákvæman og skipulegan hátt með LDS skynjara og myndavélakerfi. Hringlaga snúningsmoppur skúra einstaklega vel.

4.000Pa sogkraftur
Skilur ekkert ryk eftir óryksugað
Skilvirk skúring
Jafnt vatnsflæði, snúningsmoppur þrýstast í gólf
Færri flækjur
3D myndavélakerfi forðast aðskotahluti
Nákvæm kortlagning
360° laser skynjari
Snjöll stjórnun í appi
Vaktaplan, uppskipting rýma og margt fleira

Xiaomi S10+ ryksuguvélmenni

S10+ ryksuguvélmennið frá Xiaomi er með LDS 360° laserskanna ásamt 3D myndavélakerfi sem kortleggur heimilið á nákvæman hátt og forðar vélmenninu frá aðskotahlutum. Þegar heimilið er kortlagt þá ratar ryksuguvélmennið betur um sem skilar sér í hraðari og betri þrifum. Ryksuguvélmennið getur unnið í allt að 120 mínútur við venjulega stillingu á sogkrafti og moppun.

Fjölbreyttir möguleikar í þrifum

Með því að tengja S10+ ryksuguvélmennið við Xiaomi Home appið er hægt að stilla þrifaplan og stillingar nákvæmlega eins og maður vill. 

Aðskilur svæði
Hólfar heimilið sjálfkrafa í herbergi
Kortleggur mismunandi hæðir
Vistuð kort á mörgum hæðum
Svæðishreinsun
Veldu það svæði sem þú vilt þrífa
Sýndarveggir/bannsvæði
Veldu svæði sem ryksugan fer ekki á
Rýmishreinsun
Veldu það rými sem þú vilt þrífa
Skýrðu herbergin
Gefðu hverju rými sitt nafn

Kröftugur 4.000Pa sogkraftur

S10+ ryksuguvélmennið er með kröftugan 4.000Pa sogkraft sem lætur ekkert ryk eftir óryksugað. Hægt er að stilla á milli 4 sogkraftsstillinga eftir aðstæðum. Silent Mode hentar vel þegar lítið er um ryk og drullu eða þú vilt hafa næði á meðan vélin þrífur. Turbo Mode hentar svo vel þegar mikið ryk og rusl eru á gólfunum.

Rafstýrður vatnstankur og frábær skúring

Vatnstankurinn á S10+ er rafstýrður þannig að hægt er að velja á milli 3 mismunandi stillinga sem stýra hversu mikið vatn er notað í blautmoppun. Þannig er t.d hægt að nota minna vatn á parketi en á flísum. S10+ kemur með tveimur hringlaga skúringarmoppum. Í þrifum snúast moppurnar og vélin þrýstir þeim niður í gólfið. Vélin getur þar af leiðandi skúrað í burtu erfiðari bletti eins og kaffislettur og moldarbletti.

Bleytir ekki í teppum

Þegar S10+ ryksuguvélmennið er í skúringarham þá passar vélin sig að fara ekki uppá teppi og bleyta í þeim. 

Ratar um flókið umhverfi
Minnkar árekstra með því að skanna umhverfið í rauntíma
Innbyggður fallskynjari
Innyggðir skynjarar koma í veg fyrir að vélin falli niður stiga eða hæðir
Missir ekki af blett
Fylgir veggjum og sér til þess að ekkert horn er skilið eftir óryksugað