Search
Search

Xiaomi Smart Band 8 Pro snjall- og heilsuúr

19.990 kr.

  • 1,74″ AMOLED skjár
  • Allt að 14 daga rafhlöðuending
  • Mælir skref, svefn, stress og súrefnismettun
  • 150+ íþróttastillingar, vatnshelt á allt að 50m dýpi, innbyggðar hlaupaæfingar og GNSS staðsetningartækni
Vörunúmer: MIIV-0115

Smart Band 8 Pro

Frábær blanda af fallegri hönnun og flottu íþróttaúri

Xiaomi Smart Band 8 Pro snjallúr heilsuúr

Stór 1.74″ AMOLED skjár
Sjáðu allt sem skiptir máli

Skjárinn á Xiaomi Smart Band 8 Pro er stærri en forveri sinn svo að allar mikilvægar upplýsingar sjást örugglega á skjánum. Skjárinn er núna með 60Hz endurnýjunartíðni þannig allt skrun verður með litlu sem engu hökti. Skjárinn sýnir einnig 16.7 milljón liti og er með frábærri upplausn

Hafðu skjáinn alveg eins og þú vilt

Í nýju stýrikerfi Xiaomi Smart Band 8 Pro er hægt að vera með allt að 4 blaðsíður þar sem hægt er að raða niður hentugum upplýsingagluggum eins og t.d hjartslætti yfir daginn, skrefafjölda, brenndum kaloríufjölda og svo mætti lengi telja. Úrið sýnir þér því allt það sem þú vilt fá að sjá á þægilegan og einfaldan hátt. 

Xiaomi Smart Band 8 Pro snjallúr heilsuúr

Yfir 150 íþróttastillingar

Xiaomi Smart Band 8 Pro er ekki einungis fallegt snjallúr en í úrinu er einnig innbyggt yfir 150 íþróttastillingar til að meta með nákvæmari hætti afrakstur æfinganna þinna. Hvort sem þú ert að ganga á göngubretti í líkamsræktarstöð, úti að hlaupa, spila tennis eða stinga þér til sunds þá mælir úrið nákvæmlega hjartslátt, brennslu og ákefð æfingarinnar og skilar þér svo góðu yfirliti þegar æfingu er lokið.

Xiaomi Smart Band 8 Pro snjallúr heilsuúr
Xiaomi Smart Band 8 Pro snjallúr heilsuúr

Innbyggt GNSS staðsetningarkerfi

Xiaomi Smart Band 8 Pro er með innbyggt GNSS staðsetningarkerfi sem nær sambandi við 5 gervihnattarkerfi (BeiDou, GLONASS, Galileo og QZSS) til þess að auka nákvæmni við mælingar í göngum og hlaupum. Úrið getur virkað eitt og sér eða í samstarfi við símann til að auka enn meira við nákvæmnina.

Xiaomi Smart Band 8 Pro snjallúr heilsuúr

Nákvæm mæling á hlaupaleiðum

Xiaomi Smart Band 8 Pro tekur hlaupin á næsta stig með nákvæmri mælingu á útihlaupum eða göngum. Með því að tengja úrið við Mi Fitness appið er hægt að skoða hvaða leið var farið, hraðann, tíma, brenndar kaloríur og margt fleira nytsamlegt. 

Xiaomi Smart Band 8 Pro snjallúr heilsuúr

Nákvæm greining á helstu heilsuþáttum

Uppfærðir 4 þátta skynjarar skila meiri nákvæmni en forverar Xiaomi Smart Band 8 Pro. Allt að 10% meiri nákvæmni við hjartsláttarmælingu og 5% nákvæmari blóðsúrefnismettun.