- 3.500 lumen
- >RGB + 2.700 – 6.500 Kelvin
- Rated power: 50W
- IP20 ryk/rakavörn
- WiFi og Bluetooth
Lýsing
Yeelight LED Ceiling Light Arwen 550C
Arwen 550C er stóri bróðir 450C og hefur alla sömu eiginleika en er aðeins stærra um sig og getur verið örlítið bjartara. Arwen C ljósin eru frábrugðin S línunni að því leyti að C línan er ekki með stálramma, heldur straumlínulaga kúpta hönnun.

Stjórnaðu andrúmsloftinu
Arwen C loftljósið býr yfir 16 milljónum lita. Þú getur haft kveikt á bæði aðalljósinu og stemnings (ambient) ljósinu samtímis til að búa til það andrúmsloft sem hentar hverju sinni. Einnig er hægt að stilla birtustig og Kelvin-stig ljóssins, frá 2700K – 6500K og stilla á “Moonlight mode” en þá gefur loftljósið frá sér lýsingu á ótrúlega lágu birtustigi sem á að líkjast tunglsljósi.

Stjórnaðu með appinu
Þú getur stjórnað Arwen 550C með Xiaomi Home og Yeelight appinu. Einnig er hægt að stjórna ljósinu með Yeelight fjarstýringunni og Yeelight Wireless Smart Dimmer Switch, svo fátt eitt sé nefnt.
Einnig er hægt að stjórna ljósinu með Google Assistant, Amazon Alexa og Samsung SmartThings.
