Lýsing
Yeelight Motion Sensor Nightlight
Bráðsnjallt næturljós sem er einfalt í uppsetningu og lýsir upp nóttina. Ljósið gefur frá sér mjúka birtu sem lýsir upp svefnherbergið án þess að halda fyrir þér vöku. Ljósið skynjar alla hreyfingu í 120° og í allt að 5-7 metra fjarlægð.
Einföld uppsetning
Yeelight Motion Sensor Nightlight er hægt að koma fyrir nánast hvar sem er þökk sé þremur mismunandi tólum: Lími, segli og krók.