Search
Search

Ábyrgðartími hefst frá söludegi og er 2 ár til einstaklinga og 1 ár til fyrirtækja, nema annað sé tilgreint.
Ábyrgð vegna galla er í samræmi við lög um neytendakaup (lög nr.48/2003) og lög um lausafjárkaup (lög nr.50/2000).

  • Framvísa þarf sölureikningi þar sem fram kemur dagsetning kaupa, heiti tækis og raðnúmer (ef við á).
  • Ef tæki reynist ekki gallað eftir athugun eða ekki er um að ræða ábyrgðarviðgerð greiðir kaupandi skoðunargjald í samræmi við verðskrá og flutningskostnað ef við á (skoðunargjald fellur niður ef viðgerð á sér stað).
  • Ef tæki reynist gallað og innan ábyrgðar er alltaf fyrst kannaður möguleiki á viðgerð.
  • Í öllum tilfellum þarf verkstæðið að fá tækið til sín og skoða það. Ekki er hægt að fá nýtt tæki eða endurgreiðslu á staðnum.

Takmarkanir:

  • Þegar um eðlilegt slit er að ræða vegna notkunar.
  • Ef tæki hefur verið opnað eða átt við það.
  • Ef tæki er skemmt eða bilað vegna rangrar meðferðar, misnotkunar, breytinga, skorts á viðhaldi eða eðlilegri þjónustu.
  • Ábyrgð nær ekki til rakaskemmdar eða vatnstjóns, skoða nánar
  • Ábyrgðin nær ekki til óbeins tjóns og er kaupanda bent á að skoða sínar tryggingar.
  • Ábyrgðin nær ekki yfir tap á gögnum og því hvetjum við alla til að afrita gögn reglulega.
  • Rafhlöður eru flokkaðar sem rekstrarvörur og því með styttri ábyrgðartíma eða 1 ár.