Hanki sem hentar fyrir flest öll hlaupa- og reiðhjól með mikið burðarþol. Fullkomið til þess að hengja hlaupahjólið upp á vegg yfir veturinn svo það taki ekki gólfpláss. Það fylgja skrúfur og tappar til að festa hankann upp á vegg.
Gúmmíhlíf fyrir bremsuhandfang og hliðarstand sem bæði verndar fyrir hnjaski og gefur betra grip. Passar fyrir flest hlaupahjól (þar á meðal öll hjólin frá Mi Iceland). Hlífin kemur í nokkrum litum.