Lýsing
Mi City Backpack 2 bakpoki og fartölvutaska
Mi City Backpack 2 er stílhreinn og fallegur bakpoki með fjórum geymslu hólfum. Bakpokinn er sérstaklega hannaður til að þú getir burðast með hann allan daginn án þess að hann hafi slæm áhrif á líkamsstöðu.


Ólarnar eru filltar með EPE froðu sem eykur þægindi pokans. Mi City Backpack 2 er búinn til úr vatnsfráhrindandi efni og þolir því rigningu án þess að skaddast.
Taktu tölvuna með þér hvert sem er
Aðalhólf pokans er með nokkrum vösum sem og hólfi fyrir fartölvu allt að 14″ að stærð. Á hlið bakpokans eru 2 tvö hólf, sitthvoru megin þar sem er enn meira geymslu rými. Fremsta hólf bakpokans er hugsað fyrir hluti eins og síma, hleðslubanka, lykla o.fl. Vinstri vasinn er fylltur með lagi af PVC sem þýðir að þú getur geymt blauta regnhlíf eða vatnsbrúsa í honum án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að það skemmi annað innihald pokans.
