Roborock S8 ryksuguvélmenni

109.990 kr.

  • Allt að 180 mínútna þriftími, hentar fyrir allt að 300fm² rými
  • 6.000 Pa sogkraftur
  • 400 ml rykhólf
  • 300 ml vatnstankur
  • VibraRise hljóðbylgjutækni, Reactive 3D skynjari
Vörunúmer: MIIV-0087

Roborock S8 ryksuguvélmenni

Roborock S8 er öflugt ryksuguvélmenni sem ryksugar og blautmoppar. S8 er með tvöfaldan ryksugubursta, 6000 pa sogkraft og hentar vel á langflest heimili.

DuoRoller ryksugubursti

Roborock S8 ryksuguvélmennið kemur nú með tvöföldum gúmmíbursta sem tryggir betri ryksugun, minni flækjur og betri þrif. Gúmmiburstarnir virka vel hvort sem verið er að ryksuga harðviðargólf, mottur eða flísar.

6000 Pa

6000 Pa sogkraftur

Roborock S8 er með HyperForce sogkerfi sem veitir öflugan 6000 PA sogkraft. Í ryksuguvélmenninu er einnig innbyggð sérstök tækni sem skynjar mottur og teppi á gólfum. Þá lyftist moppan upp þannig að mottan eða teppið blotni ekki.

Teppi og mottur

Roborock Carpet Boost+ System®

Skref 1:

Ryksugan greinir mottur og teppi frá öðrum gólfefnum

Skref 2:

Moppan lyftist svo hún bleyti ekki motturnar.

Skref 3:

Tvöfaldir gúmmíburstar og aukinn sogkraftur skilar tandurhreinum mottum og teppum.

Blautmoppar með krafti hljóðsins

VibraRise moppukerfi

Með því að nota hljóðbylgjur nær Roborock ryksuguvélmennið að blautmoppa í burtu erfiða bletti eins og þornaðar kaffislettur, klístraðan appelsínusafapoll og fleira og skilur gólfin eftir tandurhrein og gljáandi.

3000 sinnum/mínútu Háhraða skrúbb
> 6N Moppuþrýstingur
5mm lyftir moppunni

Forðar sér frá vandræðum

Reactive 3D myndavélakerfi

Roborock S8 er með myndavélakerfi að framanverðu sem sér mögulega aðskotahluti sem gætu orðið í vegi hennar og býr til leið framhjá því svo að hún flækist ekki í t.d sokkum, snúrum eða inniskóm.

PreciSense LiDAR leiðsögn

Finnur alltaf skilvirkustu leiðina

PreciSense LiDAR leiðsögukerfið skannar og kortleggur heimilið til að finna skilvirkustu leiðina fyrir ryksuguvélmennið. Ryksuguvélmennið getur búið til allt að 4 kort fyrir heimili á nokkrum hæðum.

Snjalltenging í snjallsíma

Xiaomi home snjallforritið

Kortleggur hraðar, þrífur hraðar

Roborock S8 er allt að 6x hraðari að kortleggja rými miðað við fyrri kynslóðir og 30% hraðari að þrífa heimilið.

Stingur uppá bannsvæðum

Roborock S8 kemur með tillögur að bannsvæðum og sýndarveggjum í litlum rýmum þar sem vélmennið gæti átt í hættu að festast.

Hannaðu þína rútínu

Hægt er að búa til fjölda af mismunandi rútínum sem ryksuguvélmennið fylgir. Hægt er að stilla mismunandi vatnsmagn og sogkraft eftir rýmum og á hvaða tímum vélin fer af stað.

Þrívíddar kortlagning

Roborock S8 getur kortlagt heimilið í þrívídd fyrir enn meiri nákvæmni. Þá er líka hægt að bæta húsgögnum inn í snjallforritið til að gera hreingerninguna ennþá skilvirkar og betri.