Search
Search

Smart4u SH55M Bluetooth reiðhjólahjálmur með öryggisljósum

24.990 kr.

  • Sterkbyggður snjall reiðhjólahjálmur með öryggisljósum og Bluetooth
  • Hægt að hlusta á tónlist og nota öryggisljós í allt að 8klst á einni hleðslu
  • Tengist með Bluetooth í síma og hægt að spila tónlist eða svara símtölum
  • Hægt að tengja við app til að vista ferðir og tala við aðra með sama hjálm
  • Sendir SOS tilkynningu við árekstra og föll
  • Hægt að stjórna öryggisljósum á hnakka og gefa stefnuljós

Á lager

Vörunúmer: SH55M1

Snjall og flottur hjálmur með öryggisljósum

Bluetooth símtöl | Stereo hátalari | Snjöll öryggisljós | SOS tilkynningar | Innbyggð talstöð

Reiðhjólahjálmur með Bluetooth og öryggisljósum

Flottur snjallhjálmur með 6 öryggisljósum á hnakkanum. Öryggisljósin eru sýnileg allt að 150m og er hjálmurinn því frábær þegar birtuskilyrði fara minnkandi. Hjálmurinn er stillanlegur og hentar fyrir höfuð sem eru 55-59cm í ummáli.

Svaraðu símtölum og hlustaðu á tónlist

Í hjálmnum er 2 hátalarar sem mynda stereo hljóð til að hlusta á tónlist á meðan þú ert að hjóla um, einnig er innbyggður míkrófónn og þarf bara að ýta á einn takka til þess að svara símtölum. Míkrófóninn er vindvarinn þannig að þótt að hjólað sé á 25km hraða þá heyrist ennþá vel í símtölum.

Sendir neyðarskilaboð

Í þeim tilvikum þegar hjálmurinn nemur fall eða árekstra sendir hjálmurinn SOS neyðarskilaboð í vistaða tengiliði og sýnir þeim GPS staðsetningu hjálmsins.

Stefnuljós eða öll ljósin kveikt?

Breyttu um ljósastillingu á hjálminum og láttu fólk í umferðinni vita hvort þú sért að fara til hægri eða vinstri með fjarstýringu sem festist á stýrið.