Xiaomi Robot Vacuum Mop E10 ryksuguvélmenni

39.990 kr.

  • Allt að 110 mínútna þriftími
  • 4.000 Pa sogkraftur
  • 400 ml rykhólf, 200ml vatnstankur
  • Rykhólf og vatnstankur í sameiginlegri, tvískiptri einingu
  • Aðeins 8cm að hæð

Á lager

Vörunúmer: BHR6783EU

Robot Vacuum E10 ryksuguvélmenni

Ódýrt, fjölhæft og skilvirkt ryksuguvélmenni

Xiaomi E10 ryksuguvélmenni

E10 ryksuguvélmennið frá Xiaomi er með kröftugan 4.000Pa sogkraft sem lætur ekkert ryk eftir óryksugað. Hægt er að stilla á milli 4 sogkraftsstillinga. Ryksuguvélmennið getur unnið í allt að 110 mínútur við venjulega stillingu á sogkrafti og moppun.

Nær að þrífa á erfiðustu stöðum

Með góða bursta, ryksíur og sogkraft að vopni nær E10 ryksuguvélmennið að ryksuga og blautmoppa á jafnvel erfiðustu stöðum. Vélin er einungis 8cm á hæð og nær því að komast undir flest húsgögn.

Rafstýrður vatnstankur stjórnar vatnsnotkun

Vatnstankurinn á E10 er rafstýrður þannig að hægt er að velja á milli 3 mismunandi stillinga sem stýra hversu mikið vatn er notað í blautmoppun. Þannig er t.d hægt að nota minna vatn á parketi en á flísum.

Auðvelt að tæma rykhólf og fylla á vatnstank

Vatnstankur og rykhólf eru í sameiginlegu tvískiptri einingu sem er sérstaklega hannað til að það sé fljótlegra og auðveldara að bæði tæma rykhólfið og fylla á vatnstankinn. Undir þessa sameiginlegu einingu festist svo stykkið sem moppan festist á.

Auðvelt að skipta á milli ryksugunar og blautmoppunar

Veldu á milli 3 stillinga eftir því hvað hentar best hverju sinni. E10 getur ryksugað eingöngu, blautmoppað eingöngu eða bæði ryksugað og blautmoppað á sama tíma.

Snjallt og skilvirkt leiðakerfi

Þrátt fyrir að kortleggja ekki heimillið og þar af leiðandi ekki setja upp bannsvæði og sýndarveggi á E10, þá fer vélin einstaklega skilvirkt og skipulega yfir heimilið í sikksakk leiðakerfi. 

Aðlagar sig að aðstæðum

Innbyggðir skynjarar sjá til þess að E10 aðlagar sig að aðstæðum og þrífur skipulega yfir svo að engar áhyggjur þurfi að hafa á meðan á þrifum stendur

Þrífur nálægt veggjum og missir af færri blettum

Stoppar í sporinu þegar þrep eða hátt fall er skynjað

Klífur allt að 16mm þröskulda sem minnkar líkur á að vélin festist