Search
Search

Xiaomi Robot Vacuum X10+ ryksuguvélmenni með sjálfvirkri dokku

159.990 kr.

  • Allt að 120 mínútna þriftími
  • 4.000 Pa sogkraftur
  • 350 ml rykhólf
  • 80 ml vatnstankur
  • 360° LDS rýmisskanni
  • S-Cross SI™ myndavélakerfi forðast hindranir

3-í-1 sjálftæmingarstöð

  • 423 x 340 x 568mm
  • Geymir ryk úr allt að 60 umferðum áður en þarf að tæma
  • 2.5L rykpoki
  • 2.5L hreinn vatnstankur
  • 2.5L óhreinn vatnstankur
  • Tæmir rykhólf, fyllir á vatnstank, þurrkar og þrífur moppurnar

Aðeins 2 eftir á lager

Vörunúmer: 41717

Robot Vacuum X10+ ryksuguvélmenni

Fullkomlega sjálfvirkt ryksuguvélmenni með fullsjálfvirkri tæmingarstöð. 

Fullsjálfvirk tæmingarstöð
Þrífur skúringarmoppurnar | Tæmir rykhólfið | Þurrkar skúringarmoppurnar | Fyllir á vatnstankinn
S-Cross AI™ myndavélakerfi forðast aðskotahluti
360° LDS rýmisskanni, AI + 3D hindranaskanni
S-Mopping™ skúringarkerfi
Lyftir skúringarmoppum yfir mottur og teppi

Xiaomi X10+ ryksuguvélmenni

Ryksuguvélmenni með sjálfvirkri dokku sem tæmir ryksuguna, þvær og þurrkar skúringamoppuna og fyllir á vatnstank vélmennisins. Öflug vifta tæmir vélmennið á um 10 sekúndum og innbyggður 2.5 lítra ryksugupoki tekur við allt að 60 skömmtum af óhreinindum. Í ryksuguvélmenninu er einnig innbyggð sérstök tækni sem skynjar mottur og teppi á gólfum. Þá lyftist moppan upp þannig að mottan eða teppið blotni ekki og ryksuguvélmennið beitir auknum sogkrafti. Vélmennið skynjar þegar moppan þarfnast þrifa og sendir hana til baka í dokkuna. Öflugt hreinsikerfi þrífur og skilar moppunum hreinum og þurrum á aðeins tveimur tímum.

Fjölbreyttir möguleikar í þrifum

Með því að tengja X10+ ryksuguvélmennið við Xiaomi Home appið er hægt að stilla þrifaplan og stillingar nákvæmlega eins og maður vill. 

Aðskilur svæði
Hólfar heimilið sjálfkrafa í herbergi
Kortleggur mismunandi hæðir
Vistuð kort á mörgum hæðum
Svæðishreinsun
Veldu það svæði sem þú vilt þrífa
Sýndarveggir/bannsvæði
Veldu svæði sem ryksugan fer ekki á
Rýmishreinsun
Veldu það rými sem þú vilt þrífa
Skýrðu herbergin
Gefðu hverju rými sitt nafn

Leiðsögukerfi

Háþróað myndavéla- og leysigeisla leiðsögukerfi nýtir gervigreind til að bera kennsl á ýmsar hindranir á gólfi og í herbergjum. Út frá þeirri greiningu skipuleggur vélmennið bestu leiðirnar um heimilið. Með Xiaomi Home appinu má búa til þrívíddarkort af heimilinu.

4.000Pa sogkraftur

X10+ ryksuguvélmennið er með kröftugan 4.000Pa sogkraft sem lætur ekkert ryk eftir óryksugað. Hægt er að stilla á milli 4 sogkraftsstillinga eftir aðstæðum. Silent Mode hentar vel þegar lítið er um ryk og drullu eða þú vilt hafa næði á meðan vélin þrífur. Turbo Mode hentar svo vel þegar mikið ryk og rusl eru á gólfunum.

Uppfært skúringarkerfi

X10+ kemur með tveimur hringlaga skúringarmoppum. Í þrifum snúast moppurnar og vélin þrýstir þeim niður í gólfið. Vélin getur þar af leiðandi skúrað í burtu erfiðari bletti eins og kaffislettur og moldarbletti.

Sjálfvirk dokka auðveldar þér þrifin til muna

Sjálfvirk hreinsun á skúringarmoppum

Kröftug vatnsbuna skolar vatnstankinn og bleytir skúringarmoppurnar. Dokkan snýst svo til þess að þrífa moppurnar og þurrka þær. 

Sjálfvirk tæming á rykhólfinu

17.000Pa vifta tæmir rykhólf ryksuguvélmennisins á 10 sekúndum. 2.5L ryksugupoki tekur við allt að 60 skömmtum af óhreinindum.

Orkusparandi þurrkun á moppunum

Eftir að moppurnar hafa verið hreinsaðar eru þær þurrkaðar í minnsta kosti 2 klukkustundir til að koma í veg fyrir ólykt og myglu. 

Sjálfvirk áfylling á vatnstanki

Dokkan sér til þess að nægt vatn sé á vatnstanki ryksuguvélmennisins svo að hún sé alltaf tilbúin í næstu umferð af þrifum.

S-Mopping assistant™
Hið nýja svokallaða S-Mopping assistant™ tengir dokkuna og vélmennið saman og lætur vita þegar fylla þarf á vatnstankinn án þess að stöðva eða trufla þrifin.

Auðvelt að taka í sundur

Auðveldar þrif á vélinni

2 klst

Löng rafhlöðuending

Meðfram veggjum

Ryksugar við alla kanta og horn

Ratar um flókið umhverfi

Skynjar hvert það kemst og hvert ekki

Fallskynjari

Óhætt að nota nálægt stigum og hæðum

OTA uppfærslur

Styður við komandi uppfærslur