- Vatnsbrunnur heldur vatninu á hreyfingu og hreinsar það
- Auðvelt að þrífa vatnstankinn
- Hljóðlátt (mest 30dB)
- Tenging við snjallforrit
- IF 2020 hönnunarverðlaun

Xiaomi Smart Pet Fountain
19.990 kr.
Á lager
Lýsing
Xiaomi vatnsbrunnur fyrir ferskvatnskisa og önnur gæludýr
Vatn á hreyfingu merki hreint og tært vatn fyrir dýrin okkar. Stamt vatn getur haft neikvæð áhrif á heilsu og vellíðan. Vatnsbrunnurinn heldur vatninu á hreyfingu, eykur magn súrefnis í því og hreinsar það í gegnum 4-laga síu.


Einföld og þægileg hönnun
Þegar búið er að setja vatn í tankinn og kveikja á tækinu þá byrjar vatnið að fara í hringrásarhreyfingu, vatnið hreinsast í gegnum síu, fer í drykkjarskálina og svo aftur niður í tankinn. Þegar það þarf að fylla á vatnið eða þrífa vatnstankinn tekur maður í flipann og þá slökknar á tækinu sjálfkrafa.

Tenging við snjallheimilið
Með því að para vatnsbrunninn við Xiaomi Home appið er hægt að fá áminningar þegar það er komið að því að fylla á vatnið, hreinsa vatnstankinn og þrífa síuna. Þá er líka hægt að stilla hvort að vatnið sé alltaf á hreyfingu eða sé á “snjallstillingu”.

Bara það besta fyrir gæludýrin
Vörukynningunni er í raun formlega lokið núna, en við gátum ekki fengið nóg af þessum krúttlegu myndum þannig við vildum að þið fengjuð að njóta þeirra líka.
Tengdar vörur
- 4.990 kr.
Skynjarinn skynjar hitastig, raka og pressu í loftinu. Það þarf enga víra eða snúrur til að setja skynjarann upp heldur tengist hann við stjórnstöð heimilisins (Aqara Hub) og þar að leiðandi við heimanetið. Skynjarinn tengist í gegnum Zigbee. Hægt er að fylgjast með og stjórna aðgerðum í appi og virkar…